bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 325i - E30 - 1990 **OHHHH 6.3.2007 kl 8:30**
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10325
Page 1 of 8

Author:  Stanky [ Sat 30. Apr 2005 00:49 ]
Post subject:  BMW 325i - E30 - 1990 **OHHHH 6.3.2007 kl 8:30**

Jæja, þá er maður loksins búinn að kaupa sér BMW.

Ég er frekar nýr í þessum BMW málum. Kannski að maður byrji að kynna sig.

Haukur heiti ég og hef verið með stráka-bíladellu frá því ég man eftir mér og ég er úr Reykjavíkinni. Ég fékk BMW dellu þegar vinur minn keypti sér BMW 325 og hef langað í svoleiðis síðan.

Bíllinn minn:

BMW 325i (4dyra)
E-30 Boddý
Árgerð 1990
Silfraður á lit
Hartge spoiler-kitt.
M-tech spoiler að aftan
Hartge 16" felgur (Breiðari að aftan)
M-tech fjöðrun
Sportsæti

Það er pluss áklæði á sportsætunum og þau eru varla eydd upp, mætti halda að þetta væru ný sæti. Sætin afturí eru nánast ónotuð og eru eins og ný, allavega þegar þau eru svona ný djúp-hreinsuð.

Eins og kom áður fram að þá er bíllinn prýddur Hartge kittinu sem mér finnst fara honum verulega vel, auk þess með þessum fínu Hartge felgum sem ég er allveg að fýla vel.

Hann er með orginal lakki og það eru smá rispur hér og þar eins og gengur á 15 ára gömlu lakki, ryð er næstum ekki sjáanlegt í þessum bíl. Hann hefur ekki slegið feilpúst meðan ég hef keyrt hann og mér finnst hann rosalega stabíll.

Ég er ekki enn kominn í klúbbinn en vonast að ég geti "joinað" hann eins fljott og hægt er ef stjórnendur leyfa.

Hérna eru myndir af gripnum:
Image






Það koma betri myndir seinna, myndavélin var eitthvað vanstillt eftir notkun bróðir míns :S Helvítis myndirnar eru svo pixlaðar, ég laga þetta um leið og ég kemst í það, tek líka myndir um dag og minnka þær aðeins. :) Hugsið þetta sem svona einhverskonar "teaser" :P

En svo sjá einhverjir kannski bílinn á næstu samkomu, svona ef maður þekkir einhvern sem fer :)


kv,
haukur

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Author:  Djofullinn [ Sat 30. Apr 2005 00:53 ]
Post subject: 

Velkominn og til hamingju með bílinn :)
Hvar fannstu þennan? Fluttir þú hann kannski inn?

Author:  Stanky [ Sat 30. Apr 2005 00:55 ]
Post subject: 

Nei fjandinn, gleymdi að segja frá því

Hann Smári í Hamborg hjálpaði mér að leyta að þessum grip, við fluttum hann inn svona saman, þó svo að hann hafi gert allt hard-workið, með góðri þóknun samt. En ég er rosalega ánægður með þjónustuna hjá honum, get ekkert sagt nema gott um hana.....


kv,
haukur

Author:  jens [ Sat 30. Apr 2005 01:16 ]
Post subject: 

Frábær bíll hjá þér og vel valið að taka svona 4 dyra bíl hef alltaf fundist þeir flottari en 2 dyra enda átt tvo 4 dyra sjálfur.

Author:  Kristjan [ Sat 30. Apr 2005 01:40 ]
Post subject: 

GEÐVEIKUR!

Smári er náttúrulega bara alvöru náungi.

Author:  arnib [ Sat 30. Apr 2005 03:02 ]
Post subject: 

Gaman gaman!

Skemmtilegt að það sé enn verið að bæta í E30 flóruna, og snilld auðvitað að fá Harte Kit og felgur!!

Veistu hvort að þetta sé orginal Hartge dót, hvort þetta var fittað strax í byrjun eða hvað?

Hlakka til að sjá hann á næstu samkomu! 8)

Author:  fart [ Sat 30. Apr 2005 07:35 ]
Post subject: 

Nice,

Hver veit nema E30 eigi eftir að fjölga með meðlim í minni fjölskyldu.

Author:  Schnitzerinn [ Sat 30. Apr 2005 08:43 ]
Post subject: 

Virkilega flottur og vel valið ! :clap: Hann Smári klikkar aldrei !

Author:  HPH [ Sat 30. Apr 2005 14:19 ]
Post subject: 

Djövull er hann flottur hjá þér Haukur minn þú verður nú að taka mig í góðan rúnt á honum einhver tíman 8)

kv.Dóri

Author:  Haffi [ Sat 30. Apr 2005 15:50 ]
Post subject: 

Mjög flottur 8)

Author:  Zyklus [ Sat 30. Apr 2005 17:06 ]
Post subject: 

Virkilega fallegur bíll!

Author:  zazou [ Sat 30. Apr 2005 17:21 ]
Post subject: 

Snyrtilegasta kerra hjá þér, til lukku.

Author:  bebecar [ Sat 30. Apr 2005 18:10 ]
Post subject: 

Þetta er bara flottasti E30 Limousine sem ég hef séð á klakanum... verulega smart - til lukku.... ehemm, er hann með loftkælingu :lol: :?:

Author:  oskard [ Sat 30. Apr 2005 18:16 ]
Post subject: 

ég sé að þú ert líka með smoke-uð framljós sem er mega kúl :)

spurning með að samlita stuðarana ? :D

Author:  moog [ Sat 30. Apr 2005 18:28 ]
Post subject: 

oskard wrote:
spurning með að samlita stuðarana ? :D


Sammála því.

Stórglæsilegur e30 hér á ferð. Hartge kittið kemur mjög vel út og gaman að sjá hvað innréttingin er í góðu standi hjá þér.

Til hamingju með bílinn.

:clap:

Ein spurning: Hvað er hann ekinn?

Page 1 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/