Sælir félagar,,
Þá hefur maður loksins kjark til að skrá sig, eftir að keypt mér minn fyrsta BMW.
Bílinn er af gerðinni E30 -316i og er 1990 árgerð. Hann er rétt tilkeyrður eða aðeins 85.XXXkm.
Eigandasaga bílsins er stutt, en því um betri.
Fyrstu 6 mán. í lífi hans var hann í eigu hins ævaforna fótboltafélags 1811 München og var víst notaður þar til að skutla leikmönnum á völlinn (en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það). Svo keypti fyrrverandi eigandi bílinn handa dóttur sinni sem var við nám í Skotlandi (veit ekki hvort hann stoppaði þar e-ð að ráði). En var svo fluttur til landsins stuttu síðar og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu hér á landi í 16 ár. Fyrrum eigandi vottaði fyrir að þessi bíll hefði aldrei farið út fyrir höfuðborgarsvæðið á þeim tíma.
Fastanúmerið á honum er
VR-980. Hann hefur fengið gott viðhald og alltaf verið skipt um það sem þurft hefur.
Hann hefur mikið verið geymdur inni þannig hann hefur sloppið nokkuð við ryð þótt það sé e-ð sjáanlegt neðan á framhurðum bílsins. En ekkert sem ekki er hægt að kippa í liðinn.
Tók þessar mjög lélegu myndir í flýti í gærkvöldi en ég lofa betri myndum fljótlega.
http://i154.photobucket.com/albums/s263 ... 1173301996
http://i154.photobucket.com/albums/s263 ... 1173304179
Bíllinn er ekki á númerum þarna, en ég sótti þau í morgun og skellti þeim á.
Planið til þess að byrja með er að koma honum í gegnum skoðun. Þarf að ég held að skipta um spindla og skoða e-ð annað smávægilegt.
Svo er það lækkun, xenon (svezel ætlar vonandi að redda því), mössun og felgur. Og svo bara sjá hvað maður getur teygt veskið langt (fátækur námsmaður).
Þessi bíll væri náttúrulega ideal í swap,, en maður lætur sig dreyma í bili.
Góðar stundir