bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 09:30

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: E30 -316i
PostPosted: Wed 07. Mar 2007 18:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 02. Mar 2007 20:14
Posts: 68
Location: 105,RVK
Sælir félagar,,

Þá hefur maður loksins kjark til að skrá sig, eftir að keypt mér minn fyrsta BMW.

Bílinn er af gerðinni E30 -316i og er 1990 árgerð. Hann er rétt tilkeyrður eða aðeins 85.XXXkm.


Eigandasaga bílsins er stutt, en því um betri.
Fyrstu 6 mán. í lífi hans var hann í eigu hins ævaforna fótboltafélags 1811 München og var víst notaður þar til að skutla leikmönnum á völlinn (en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það). Svo keypti fyrrverandi eigandi bílinn handa dóttur sinni sem var við nám í Skotlandi (veit ekki hvort hann stoppaði þar e-ð að ráði). En var svo fluttur til landsins stuttu síðar og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu hér á landi í 16 ár. Fyrrum eigandi vottaði fyrir að þessi bíll hefði aldrei farið út fyrir höfuðborgarsvæðið á þeim tíma.

Fastanúmerið á honum er VR-980. Hann hefur fengið gott viðhald og alltaf verið skipt um það sem þurft hefur.

Hann hefur mikið verið geymdur inni þannig hann hefur sloppið nokkuð við ryð þótt það sé e-ð sjáanlegt neðan á framhurðum bílsins. En ekkert sem ekki er hægt að kippa í liðinn.


Tók þessar mjög lélegu myndir í flýti í gærkvöldi en ég lofa betri myndum fljótlega.

http://i154.photobucket.com/albums/s263 ... 1173301996

http://i154.photobucket.com/albums/s263 ... 1173304179

Bíllinn er ekki á númerum þarna, en ég sótti þau í morgun og skellti þeim á.

Planið til þess að byrja með er að koma honum í gegnum skoðun. Þarf að ég held að skipta um spindla og skoða e-ð annað smávægilegt.

Svo er það lækkun, xenon (svezel ætlar vonandi að redda því), mössun og felgur. Og svo bara sjá hvað maður getur teygt veskið langt (fátækur námsmaður).
Þessi bíll væri náttúrulega ideal í swap,, en maður lætur sig dreyma í bili.


Góðar stundir


Last edited by pacey on Wed 07. Mar 2007 21:52, edited 2 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Mar 2007 19:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Blessaður Skorri :wink:

Til hamingju með bílinn :)

Er þetta bíllinn sem stóð alltaf úti í suðurhlíðunum?

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Mar 2007 19:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Mar 2007 19:52 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Mon 28. Nov 2005 02:10
Posts: 122
Location: 105
Quote:
Blessaður Skorri Wink

Til hamingju með bílinn Smile

Er þetta bíllinn sem stóð alltaf úti í suðurhlíðunum?


Jú! þetta er einmitt sá, var tekinn af númerum fyrir svona 2 mánuðum og skorri skellti bara miða á hann í seinustu viku og fekk hann í gær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 07. Mar 2007 19:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Omar wrote:
Quote:
Blessaður Skorri Wink

Til hamingju með bílinn Smile

Er þetta bíllinn sem stóð alltaf úti í suðurhlíðunum?


Jú! þetta er einmitt sá, var tekinn af númerum fyrir svona 2 mánuðum og skorri skellti bara miða á hann í seinustu viku og fekk hann í gær.


Næss... hef oft keyrt framhjá honum... langaði sjúklega mikið í þennan bíl :)

Virðist vera alveg þokkalega heill 8)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 08. Mar 2007 00:08 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. May 2004 13:27
Posts: 1258
Alltaf að bætast hingað fyrrum hlíðskælingar :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 12 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group