Jæja það var víst komin tími á að setja smá klausu um tryllitækið...
Þetta er sumsé 92'árg. af 730 BMW og er þetta er vísitölu bíll af skemtilegustu gerð hann er 6-cyl 3,0L (M30)...
Liturinn er Brokatrot Metallic (256) og er með Anthrazit Stoff (0427) tau innréttingu (kom mér bara skemmtilega á óvart, sakna leðursins bara ekkert nema bara uppá að hafa það

vildi þó að sama væri sagt um rafmagnið sem sárlega vantar í sætin..svo ég tali ekki um cc-ið
Búnaður:
209 Læst drif (25%)
241 Loftúði fyrir ökumann og farþega
320 Ekkert Badge
401 tvívirk rafdrifin topplúga
415 sóltjald afturí
428 viðvörunarþríhyrningur
510 hæðarstillanleg ljós
529 frjókornasía
556 útihitamælir
564 Inni Ljósapakki
660 BMW magnari í skotti
690 kassettu geymsla
801 Þýska útfærslan
...býsna basic einsog sjá má en, þetta kemur manni á milli A og B
það er nú búið að gera eitt og annað fyrir hann síðan ég eignaðist hann þrátt fyrir að fæst að því sjáist

en það stendur til að gera bót á því í sumar
...svo verslaði ég mér 17" style 32 felgur af Djöflinum og vildi svo skemmtilega til að bíllin varð einhvað óvenju hár að aftan þegar ég mátaði þær á, vildi þá ekki svo skemtilega til að bíllinn sat á gúmmíinu

en eigi skal örvænta því það vill svo skemtilega til að ég veit um sett af sportfjöðrunargormum sem liggja og safna ryki
...Stal einni mynda af Binna...
svona leit hann út áður en ég eignaðist hann
