bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Alpina B10 V8 - Nýjar myndir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10168
Page 1 of 3

Author:  zazou [ Wed 20. Apr 2005 07:51 ]
Post subject:  Alpina B10 V8 - Nýjar myndir

Jæja þá er maður búinn að kaupa enn eitt leikfangið. Það ku vera Alpina B10 V8. :roll:

Þar sem ég er bara nýbúinn að fá hann verð ég að láta nægja að skrifa tæknilega lýsingu á honum. Aksturslýsing verður að koma síðar.

Alpina B10 V8 sedan voru smíðaðir í 854 eintökum (frá 10/98 - 08/00 og er minn bíll númer #786.

Hann er með 4.6 l. Double vanos 32 ventla 90° V8 vél. Þessa blokk smíðaði BMW víst sérstaklega fyrir Alpina þar sem að þeim nægði ekki 4.4 l. Hún skilar 347 hestöflum við 5700 snúninga og togar 480 nm við 3700sn. Þetta nægir til að koma honum yfir 280 km. hraða á klukkustund!

Öll þessi hestöfl fara svo til afturhjólanna í gegnum 5 gíra ZF-skiptingu (Switchtronic). Hægt er að hafa hann sjálskiptan, skipta með því að ýta í stöngina upp eða niður eða þá takkar í stýrinu.

Undir honum eru 18" álfelgur, 235/40 að framan og 265/35 að aftan - vitaskuld ZR. Bremsudiskarnir eru 324mm og 300mm í sömu röð.

Uppgefin hröðun 0-100 tekur um 5.7 sekúndur og kvartmíluna klárar hann á um 13.5 sekúndum.

Annað sem er í honum er m.a. leðuráklæði, NAVI, sjónvarp, 6 diska magasín, Xenon og eitthvað fleira.


*edit*
Það var 747 hestafla hittingur í dag sunnudag og nokkrar myndir teknar:
Image

Hellingur í viðbót

Author:  Nökkvi [ Wed 20. Apr 2005 07:57 ]
Post subject: 

Til hamingju með nýja bílinn.
Fluttirðu þennan inn eða er þetta sá ljósblái sem var á sölu hérna?

Author:  zazou [ Wed 20. Apr 2005 08:08 ]
Post subject: 

Nökkvi wrote:
Til hamingju með nýja bílinn.
Fluttirðu þennan inn eða er þetta sá ljósblái sem var á sölu hérna?

Takk, þetta er sá ljósblái sem kom hingað fyrir um ári síðan.

Author:  gunnar [ Wed 20. Apr 2005 08:19 ]
Post subject: 

Congrats m8 8)

Geðveikur bíll :shock:

Author:  jens [ Wed 20. Apr 2005 08:26 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn, :twisted: þetta hlítur að vera ansi mikið tæki

Author:  Schnitzerinn [ Wed 20. Apr 2005 08:37 ]
Post subject: 

Sheiße, afar vel gert segir maður nú bara ! :twisted: :!: Fáum við ekki einhverjar extreme myndir af græjunni ? :P

Author:  fart [ Wed 20. Apr 2005 09:04 ]
Post subject: 

Rúnt me.

Congrats. 8)

Author:  Svezel [ Wed 20. Apr 2005 09:57 ]
Post subject: 

Það var lagið! Til hamingju með gripinn.

Geðveikur bíll 8)

Author:  iar [ Wed 20. Apr 2005 10:12 ]
Post subject: 

Til hamingju með þessi kaup! Ég hlakka mikið til að sjá hann!

Author:  fart [ Wed 20. Apr 2005 10:41 ]
Post subject: 

Brynjar loksins löglegur á samkomu.

Author:  zazou [ Wed 20. Apr 2005 10:58 ]
Post subject: 

fart wrote:
Brynjar loksins löglegur á samkomu.

Hahaha, ég passaði mig einmitt á því að leggja dáldið í burtu þegar ég kom á Jaguar á síðasta ári. :lol:

En jú, BMW hjartað farið að slá aftur :)

ps. er hægt að fá leiðbeiningar fyrir þessa bíla á ensku einhversstaðar á netinu? Ég kann ekki einu sinni að stilla miðstöðina :oops:

Author:  fart [ Wed 20. Apr 2005 11:44 ]
Post subject: 

Farðu með bílinn upp í B&L og fáðu stuffið yfir á ensku,.

Author:  Logi [ Wed 20. Apr 2005 12:43 ]
Post subject: 

Til hamingju með glæsilegann vagn!

Þetta er örugglega ekkert síðri kostur en M5, aðeins aðrar áherslur bara...

Author:  bebecar [ Wed 20. Apr 2005 13:46 ]
Post subject: 

Déskoti ertu seigur maður! Ofboðslega flottur bíll og liturinn fer honum mjög vel...

Án nokkuð að selja annaðhvort af gömlu leikföngunum, eða fá þeir að vera pjúra sumarbílar?

Author:  Djofullinn [ Wed 20. Apr 2005 14:26 ]
Post subject: 

Til hamingju!
Þetta er heeeeeeeeeelvíti magnað ökutæki :D

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/