bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW M5 '00
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=10128
Page 1 of 2

Author:  Epicurean [ Sun 17. Apr 2005 18:52 ]
Post subject:  BMW M5 '00

Avus blár með Silverstone innréttingu.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

Hinar myndirnar af innanstokksmunum voru annaðhvort of ljósar eða úr fókus. Það var of blautt og of kalt til endurtaka þetta :oops:

Author:  Schnitzerinn [ Sun 17. Apr 2005 18:57 ]
Post subject: 

Djöfull er hann geggjaður hjá þér maður !!! :shock: Til hamingju :bow:

Author:  vallio [ Sun 17. Apr 2005 19:27 ]
Post subject: 

ógeðslega er þetta fallegur bíll........
hef ellt þennan á rúntinum á Akureyri einhverntíman seinasta sumar ... hehe

hrikalega fallegur

Author:  Thrullerinn [ Sun 17. Apr 2005 19:47 ]
Post subject: 

Til hamingju með bílinn, glæsilegur 8)

Er bíllinn nýlega innfluttur ??

Author:  Svezel [ Sun 17. Apr 2005 19:58 ]
Post subject: 

Er þetta ekki bíllinn sem ég sá fyrir utan B&L í gær?

Glæsilegur 8)

Author:  jth [ Sun 17. Apr 2005 20:20 ]
Post subject: 

Stórglæsilegur :king:

Ég bíð spenntur eftir að koma heim til Íslands í sumar og kíkja á gripinn ;)

Þangað til - fyrir hönd áhugasamra á þessu spjallborði - heimta ég fleiri myndir og yfirgripsmiklar lýsingar og reynslusögur ;)

Fyrsti skammturinn af myndum þrælgóður, ég fíla drungann í þessu vel. Hentar myndefninu ;)
Image

Author:  Kristjan [ Sun 17. Apr 2005 20:28 ]
Post subject: 

Mjög huggulegur bíll.

Ég fæ alveg hroll í hvert sinn sem ég sé flotta bíla í sumar-regns-drunga-fíling. Maður kemst alveg í fílinginn.

Author:  Hemmi [ Sun 17. Apr 2005 21:02 ]
Post subject:  Re: BMW M5 '00

:bow:

Author:  Arnar [ Sun 17. Apr 2005 21:09 ]
Post subject: 

Váááá...Þetta er bíllinn !!! Liturinn er klikkaður, þetta er í pramtíðarplaninu hjá manni 8)

Author:  Eggert [ Mon 18. Apr 2005 00:25 ]
Post subject: 

Geðveikt ride. 8)

Author:  Epicurean [ Mon 18. Apr 2005 01:38 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Til hamingju með bílinn, glæsilegur 8)

Er bíllinn nýlega innfluttur ??


Já fékk hann fyrir rúmri viku, var keyptur frá Dachau í Suður Þýskalandi, Georg í Úranus sá um að koma bílnum hingað og var rosalega fagmannlegur og fljótur að því.

Varðandi bíllinn sjálfan hef ég nú ekki alveg kynnt mér allan aukabúnaðinn sem er í honum en ég veit nú þegar að hann er með :
Navigation system
Sjónvarpi
Síma
Bakskynjurum
Sóllúgu
Glasahöldurum ;)
Skíðapoka
Fellanleg sæti
Sætishiturum.

Fyrstu kynni mín af bílnum eru mjög ánægjuleg, hann er meiri "comfort cruiser" og miklu þýðari en ég bjóst við, þótt vissulega breytist hann töluvert í svörun og höndlun þegar DSC er tekið af og Sport sett á.
Allavega gleymi ég mér alveg undir stýri og er hættur að fara beinustu leið á milli staða :roll:

Author:  bjahja [ Mon 18. Apr 2005 01:47 ]
Post subject: 

Stórglæsilegur bíll hjá þér, til hamingju :D

Author:  HelgiFagri [ Mon 18. Apr 2005 01:53 ]
Post subject: 

bara flott græja :!: :!: :!: :!: :!:

Author:  Eggert [ Mon 18. Apr 2005 02:26 ]
Post subject: 

Hvað er þessi gripur ekinn? Náðiru honum á góðu verði hingað á götuna?

Author:  BMWaff [ Mon 18. Apr 2005 02:56 ]
Post subject: 

Vááááá!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/