Jæja þá er maður búinn að koma þessum á götuna fyrir sumarið
Þetta er fyrsta sumarið í 3-4 ár þar sem ég er búsettur fyrir sunnan og get verið undirbúinn fyrir sumarið og notið þess að keyra en ekki að skrúfa í skúrnum
Ég og Axel Jóhann skelltum M50 manifoldinu góða loksins í bílinn og tókum góðan skurk á hlutum sem höfðu setið á hakanum síðan síðasta sumar.
Það sem var gert:
- Porsche 944 brake booster
- M50 manifold
- Ný "ekki-plast-drasl" vatnsdæla
- Ný olía og smursía
- Ireland Engineering Poly gírkassa púðar frá Einarsss
- 1x nýr Koni sport dempari að framan settur í vegna þess að gamla sló saman. Setti sverari samsláttarpúðar í poly í leiðinni.
- Coilover kerfið tekið í smá makeover, allt smurt upp á nýtt og liðkað til. Þreif tjöruklessur frá Akureyrarferð frá síðasti sumri
- Stífaði stillanlegu demparana að aftan, voru á of mjúkri stillingu og bíllinn var að setjast niður.
- Keypti glæný Toyo framdekk á CR7 felgurnar, 215-40-R17 - Var með 225/45/R17 sem var ekki að gera sig. Þarf eiginlega að updeita afturdekkin líka.
Ég náði því miður ekki að taka mikið af myndum, þetta var gert hratt og örugglega þar sem tíminn er af skornum skammti þegar maður er með barn á heimilinu og verður að flýta sér
Stefni að taka nokkrar myndir fljótlega og mæta svo á samkomuna á sunnudaginn.
Það eru þó nokkur plön fyrir sumarið sem verður reyndar að framkvæma. Ætla að skella Mtech-1 sílsunum undir ásamt því að smíða bracket fyrir Winkelhock stólana.
Gleðilegt sumar
