Ég ætlaði nú ekki að updeita þennan þráð fyrr en þessi væri komin á ról inn í sumarið.
En vegna breyttra aðstæðna þá vantar mig smá ráðleggingar.
Ég var að versla mér BMW E36 328i Touring af honum JOGA hér á spjallinu, bíllinn er með sama mótor og E30 hjá mér.
Það er sprungin aftari pústgreinin á bílnum sem er víst algengur galli í þessum bílum.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að kaupa mér flækjur / aftermarket pústgreinar í E30 hjá mér og nota orginal greinarnar úr E30 á E36 Touring.
Mig hefur alltaf langað í flottar flækjur og því kannski ágætt að láta af því verða núna.. Þó það kosti reyndar $$$
Það eru nokkrir hlutir sem ég er ekki alveg með á hreinu.
1. Ég er ekki klár á því hvaða mótorarma ég er með og hvort einfaldlega flækjur passi í E30 bílinn hjá mér.
2. Er munur á fitment málum á long-tube og short headers. Kæmi ég frekar fyrir styttri flækjum í bílinn? Mætti líka útskýra fyrir mér muninn á þessum flækjum. Er ekki rétt hjá mér að long tube sé með meira low end tork ? Hvort hentar betur í svona léttan E30 haug ?
Myndir:
Stuttar:

Long-tube:

3. Í flestum söluþráðum á þessu dóti stendur að það séu sömu greinar í öllum 6 cyl bílunum. En eru þær allar eins í orginal bílunum,gæti ég notað grein úr hvaða 6 cyl bíl sem er ef ég færi í að reyna að nálgast aðra orginal grein ?
4. Á einhver pening til að styrkja mig í svona kaupum ?
Ég kem svo með myndir ofl þegar ég verð búinn að koma þessum í gírinn fyrir sumarið. M50 manifold, nýr dempari, vonandi flækjur og fleira gotterí
