Jæja, þá er Swappið hafið
Hvað var gert í dag,
Dröslað aumingja 325is inná verkstæði
Það sem við gerðum var að rífa undan honum fram fjöðrun og henda henni til hliðar
Struttar, Spyrnur, swaybar, bremsu dælur klipptar úr,
Svo losað allar slöngur,
drainað vatnið,
vökvastýris dótið drainað,
reif steering rackið úr,
losaði pústið að aftann,
svo settum við tjakk undir subframið að framann og lyftum bara bílnum upp af vélinni (pústið var á henni og drifskaftið líka)
og færðum hana til hliðar, svo fórum við með bílinn út og tókum til eftir okkur,,
Vinnulega séð vorum við 2.5tíma að þessu verkinu sjálfu , en það var smá töf að koma honum inn fyrst og svona þannig að þetta var bara fínt, hættir kl22 byrjuðum kl18 í fyrsta lagi
Á morgun verður kippt M20 vélinni úr mínum og tekin til hliðar, svo verður fixað upp smá bitch clip mod á m vélinni(ég útskýri seinna) og henni hent í,, það sem er að þá er málið ekki alveg búið, því að ég þarf að routa vatninu aðeins því að ég ætla ekki að hafa vatnið hægra meginn núna því að bremsu dótið kemur þar, ætla hafa vatnið á stock stað,
það gæti verið smá möndl,, en kemur í ljós hvernig ég leysi það,
Breytingar frá því síðast
Ekkert vökvastýris bremsu kerfis drasl
Remote Vaccum bremsu dót í staðinn
loftsíann færð á betri stað,
bitch clip modið
betra drif hlutfall heldur en áður
Vatnstankurinn á stock stað,
Loftinntaks Gúmmí-ið verður ekki kramið niður eins og hefur verið heldur alveg eins og það á að vera
Einnig allt sem er betra í þessum bíl heldur enn hinum, fjöðrun þá helst
Ef allt á eftir að ganga eins og í draumi þá kem ég á honum á Dyno Dag, og ég lofa meir en 274hö(vegna þess að síann verður á betri stað og loftinntakið verður ekki kramið eins og það hefur verið, svo kannski á ég eftir að fá mér 02 sensor og tjúna bensínið aðeins, aldrei að vita..
Myndir seinna og video af því þegar við lyftum vélinni

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
