Jæja þá eru vetrarskórnir komnir undir og bíllinn er hálf-aumingjalegur að sjá miðað við sumarskóna!

Hér eru vetrarfelgurnar eftir að ég tók gömlu vetrardekkin af

Eins og sjá má eru þær skítugar, tjörugar og ógeðslegar. Ég bara nenni ekki að þrífa þær almennilega því mér finnst þær ljótar og ekki passa við svona bíl.

Hér eru afturdekkin og ég þarf augljóslega að kaupa ný fyrir næsta sumar! Shit hvað ég hlakka ekki til að finna fyrir veskinu mínu léttast við að kaupa svona stór dekk...

Vel slitið!

Hægra framdekkið er of slitið að utan og því komst ég að þeirri niðurstöðu að ég þarf að hjólastilla bílinn.

Merkilegt er að vinstra framdekkið er ennþá frekar heilt og ætti að endast eitt sumar í viðbót.

Nýju vetrardekkin komin í hús: Nokian Hakkapeliitta 4 195/55/16 sem eru um 1,5 eða 2,5 (man ekki hvort) sentímetrum minni en sumardekkin en þó talsvert mjórri svo þau skerast betur í gegnum snjóinn.

Svona lítur hann út á nýju dekkjunum..

Annað update er líka að ég var að fá NavCoder í gang áðan og er búinn að aflæsa sjónvarpið þannig að það er hægt að nota það á meðan bíllinn er á ferð. Næsta verefni sem er nánast komið er að fá DIS og SSS í gang. Sem stendur er eina vandamálið að fá samband milli tölvunnar og bílsins, það ætlar að vera eitthvað vesen.