Jæja, þetta ætlar engan enda að taka með bílinn.
Fór út á föstudaginn til að ná í hann.  Í stað þess að dröslast með Norrænu þvers og kruss um Atlansthafið og vera stuck í Færeyjum í 2 daga þá ákvað ég að taka dallinn frá Bergen og vera bara 2 daga á leiðinni.
Í staðinn ætlaði ég að nota tímann og heimsækja Gustav á m5board í Stokkhólmi og keyra þaðan til Bergen til að ná Norrænu á þriðjudegi.
Gekk fínt til Stokkhólms og Gustav er bara helv. hress.  Á laugardagskvöldið fórum við að borða með félögum hans en ákváðum síðan að fara smá rúnt og taka run á sænskum "autobahn".  Gustav vildi meina að þetta væri ekkert mál, löggan gæti ekki snert mig þar sem ég væri útlendingur - þeir gætu bara sektað mig um 200 evrur.
Fórum út fyrir Stokkhólm eftir miðnætti og fundum fínan stað til að taka run.  Fór upp í 280 áður en ég sló af  
 
 
En þá kom babb í bátinn, mér fannst bíllinn ekki ganga alveg eins og vanalega og stoppaði út í kanti.  Setti í gang aftur og þá kom reykur út um pústið - ekki gott.
Ákváðum að taka engan séns og Gustav ætlaði að fara að hringja í trukk til að flytja bílinn.  Þar sem hann stendur og er að fletta upp númerinu í gemsanum þá sjáum við blikkljós fyrir aftan bílinn og voila - trukkur kominn!!!
Þetta var svolítið spooky - líkurnar á þessu að dráttartrukkur sé akkurat þarna um nótt þegar maður þarf á honum að halda án þess að hringja eru fáránlega litlar.
Allavega, fórum með bílinn til foreldra Gustav í Stokkhólmi.
Daginn eftir kíktum við betur á bílinn með spesíalistum og þá sáum við að það var vatn í olíunni, olíulevel of hátt og ljósgrár/hvítur reykur út um pústið => heddpakkning farin.
Þannig að.... bíllinn er enn úti og búið að panta pakkningar.  Fer út eftir tæplega 2 vikur að ná í dýrið og missi því af bíladögum 
 
Þakka fyrir Iceland Express... þetta væri dýrt spaug með Icelandair 

_________________
Þórður
'99 M5 SC  //  '89 M3 S85  //  '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...