Alpina wrote:
saemi wrote:
Kannski af því að stofnandi þráðsins hefur ekki beðið um það

Vil gjarnan benda stjórnendum kraftsins á það að um slíkt hefur ei verið beðið,, þegar þið hafið beitt alræðisvaldi yðar og þurrkað út eða fært þráði í eða frá öðrum þráðum....... en nær undantekningarlaust með góðu tilefni
það skal einnig koma fram,
ps.. við mig var sagt í vitna viðurvist að haft hafi verið samband við
aðila sem að stjórn póstmála koma hjá kraftinum út af ,,,
MÖGULEGRI birtingu ferlis inn á netið,, sem orðið er að veruleika og er leiðinda mál og hvimleitt í alla staði
,,Að mínu mati átti að grípa rakleitt í taumana,, og læsa umræðum um slíkt,,
ekki gera þetta að LÚKAS II
Ég er ekki alveg að skilja þig núna Sveinbjörn.
Í fyrsta lagi:
Er ekki eðlilegt að stjórnendur spjallborðs eins og þessa hafi alræðisvald? Hvernig væri annars hægt að stjórna þessu?
Hér er hins vegar öllum frjálst að tjá sig og hafa áhrif á gang mála. Það að sumir vilji fá þessu læst og aðrir ekki kallar á það að beitt sé lýðræði... ekki einræði. Ég tel að það sé það sem er að gerast hérna. Ef þið þarna úti eruð ekki sátt við vinnubrögð okkar í stjórninni með stjórn mála hér, þá verðið þið að segja okkur það.
Í öðru lagi:
Held að þú sért að vísa til þess þegar það var beðið um að stoppa þessa umræðu sem hér er í gangi (ég veit að einn af stjórnendunum var beðinn um það og vildi það ekki).
Hvernig á að vera hægt að koma í veg fyrir umræðu á opnu spjallborði? Það er ekki hægt! Ef einhver vill koma einhverju hér fram, þá er engin leið til að stoppa slíkt. Við getum reynt að stoppa upp í einstaka leka og hvetja menn til að haga sér skikkanlega. Hreinsa til eftirá, en það er engin leið til að koma í veg fyrir svona lagað.
Ef það er eitthvað sem kraumar í mönnum og þeir vilja tjá sig um það þá er erfitt fyrir okkur að vera að skipta okkur af því. Ef við sjáum ástæðu og rök til þess, þá er sjálfsagt að reyna að halda utan um svona lagað, hreinsa til í þráðum og áminna fólk um að passa sig.