Mig langaði einmitt að taka myndir af þegar ég var búinn að setja ljósin í en það gleymdist einhvern veginn alltaf. Verður gaman að sjá hvernig það kemur út, ég bograðist eitthvað við að troða þessu á inn í bílskúr þannig ég hef ekki séð heildarmyndina af því.
Ég gleymdi nú reyndar að taka myndir af því líka, en ég er búinn að setja gardínu aftan í bílinn líka
Bíllinn fer því að verða tilbúinn nokkurn veginn að innan eins og mig langar að hafa hann. Það eru þó nokkrir hlutir sem mig finnst vanta ennþá.
- Svartur himinn, ég bara nenni ekki að rífa rúðurnar og það úr bílnum aftur
- Flottar taumottur
-Upplýstan ///M gírhnúa
-Rauðu beltin við Winkelhock stólana (það er nú bara draumórar hins vegar grunar mig þar sem þau kosta handlegg)
- Mæla þar sem öskubakkinn eins og kom í einhverjum bílunum.
Að utan fer þetta að klárast, ég er búinn að mála restina af Mtech I kittinu, þ.e.a.s sílsunum og spoilerinn. Gúmmíið á spoilernum var það illa farið því miður að ég þurfti að mála það líka. Ekki viss hvernig það kemur út en það verður bara að koma í ljós. Það var ekki hægt að hafa það ómálað, var búið að grunna það með einhverju ógeði.
Maður ætti kannski að ná einu photoshooti næsta sumar með bílinn svona "nokkurn veginn" tilbúinn. En maður finnur samt alltaf eitthvað nýtt til að modda og bæta.