Porsche-Ísland wrote:
saemi wrote:
Jæja, einn af stóru gerendunum í þessu máli er búinn að senda á mig og er til í að semja frið. Vonandi að hinir sendi líka á mig sem eiga hlut að þessu.
Hvað eru menn að skilja ekki hérna,, Tóti er ekki á netinu og hefur ekki verið.. Þetta er bara sagan frá annari hliðinni. Það þýðir ekkert að skrifa sína hlið og þykjast síðan vera til í að semja frið.
Þetta átti aldrei að fara á netið og leysist aldrei hér.
Fyrirgefðu en ég held að það sérst þú sem sért að misskilja núna.
Ég hef ekki rætt/skrifað orð um þetta við hann Þórð ef þú ert að ýja að því að ég sé að taka upp hanskann fyrir hann hér.
Þú ert á netinu, ég hef ekkert fengið frá þér t.d., vildi gjarnan fá póst frá þér. Svo er það Tóti og Aron Jarl líka sem eiga hlut að þessu ásamt fleirum etv. Þó svo að þeir séu ekki hér á netinu sem vantar upp á, þá geri ég ráð fyrir að þeir frétti af þessu og geti haft samband með einum eða öðrum hætti ef vilji er fyrir hendi. Ég átti nú ekki von á að leysa þetta eftir miðnætti á sunnudegi, fannst nú betra að hafa samband við menn á kristilegri tíma og gefa þessu aðeins lengri tíma.
Nú ef ég heyri ekki frá hlutaðeigandi, þá er aldrei að vita nema að ég hafi sambandi við þá að fyrra bragði ef ég skynja að vilji sé til hendi til að reyna að leysa þetta með minni aðstoð.
Ég er að reyna að stilla til friðar, ekki að taka afstöðu með einum né neinum, þó svo þér finnist kannski annað.
Af fyrsta innleggi mínu má rökrétt álykta að ég sé "með Þórði í liði", en það var bara þegar ég las það sem var hér fyrir. Síðan þá hef ég aðeins grafið í þetta og orðið þess áskynja að það er best að álykta ekkert í þessu máli. Trúa engum fyrr en eitthvað bitastæðara er á boðstólum en það sem hér er að finna.
Í mínum huga eru allir hérna jafn saklausir /sekir eins og staðan er núna, ég hef ekki hugmynd um hvað er rétt eða rangt. En mig langar mikið til að þetta leysist án þess að einhver sé úthrópaður sem sökudólgur eða gerandi. Það stendur ekki til að krossfesta einhvern, það stendur til að leysa málin ef vilji er fyrir hendi.