Það er eitthvað til í þessu hjá þér Garðar, en þetta má alveg gera á smekklegan máta; í það minnsta til bráðabirgða því það er margt annað á to-do listanum áður en pústbreytingar verða að veruleika!

Dæmi:
Spyrnur og fóðringar að framan, ásamt ballansstöngum.
Nýjar mottur (ósamstæðar þær sem eru núna)
Mössun
Clear corners (amk að aftan og á hliðunum)
AUX tengi / Annarsskonar iPod integration
Svo er alltaf gaman að vera með ruglaðar pælingar. Reiknaði það t.d. að "complete" S62 swap (sem væri ein mesta vitleysa sem hægt væri að gera við svona bíl, en hinsvegar æðislega skemmtileg vitleysa) myndi kosta um 1.873.835 kr. plús vinnu. Þessir útreikningar fóru í gang þegar að ég rakst á myndband af
Z4 með S62 (NSFW). Örugglega fátt skemmtilegra en þýskt V8 gurgle í svona blæjubíl, en fyrir þennan pening mætti nú bara versla annan E39 M5.

En hvað útlitsbreytingar varða (og skynsamlegar í þokkabót), þá er ekki mikið sem þarf að gera til þess að gera hann flottari (því þessir bílar eru ótrúlegir head-turners, jafnvel í dag). Væri til í að fara út í díóðupakka, þ.e. þau fáu ljós sem eru inni í bílnum og númera ljósin. Svo væri gaman að versla 18 / 19" felgur undir hann. Pabbi á gang af 19" X5 felgum sem eru undir jeppanum hans í dag. Harðneitar að selja mér þetta, skil ekki afhverju.
