Svezel wrote:
Ég vissi af bensín- og tímaverðinu í SE, bílnum verður hressilega klappað áður en ég fer út og tankurinn fylltur á Seyðisfirði.
Skv. tollstjóra má ég hafa bílinn á íslenskum númerum í eitt ár (þar sem ég er að fara í nám) en svo er víst einhver möguleiki á að semja um eitthvað lengri frest, í versta falli fer hann á sænsk númer í einhverja mánuði ef mér tekst illa að semja við regluverkið í SE.
Já, regluverkið hefur eigin tilveru hérna.
En annað, ef bíllinn er settur á SE númer, held ég ekki að þú ættir að þurfa að borga af honum skatt, er þó ekki viss, en ef svo er, þarftu allavega að eiga hann á SE númerum í ár áður en þú mátt selja hann í SE, ellegar borga af honum toll og moms við sölu!
G
en ef þú ferð með bílinn út þá þarftu eiginlega bara að borga fyrir plöturnar, þú borgar að ég held enga tolla eða neitt þess háttar. Þetta fékk ég að vita þegar ég var að vesenast með M5 og hvort ég ætti að taka hann með mér út. Svo lengi sem bíllinn er eldri en 6 mánaða og flokkast þess vegna ekki sem innflutningur á nýjum bíl, þá kemur hann frítt inn en þarf skráningu. Mig minnir að sú skráning hafi kostað rétt um 2000 sænskar, það er þó réttara að hringja og athuga því að þessar upplýsingar eru gamlar.