bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW Z3 '96. M52B28 Swapped, "litli"
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=36251
Page 6 of 13

Author:  x5power [ Mon 15. Mar 2010 23:50 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

sópa hesthúsið og taka myndir!

Author:  bimmer [ Tue 16. Mar 2010 00:13 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

Zed III wrote:
RESULT !!!

\:D/


Dreginn í gang????

Author:  Zed III [ Tue 16. Mar 2010 07:37 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

bimmer wrote:
Zed III wrote:
RESULT !!!

\:D/


Dreginn í gang????


Dráttartauginni verður sko skilað :wink:

Author:  Saxi [ Tue 16. Mar 2010 09:48 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

Hvað var að eftir allt saman?

Author:  Zed III [ Tue 16. Mar 2010 10:04 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

x5power wrote:
sópa hesthúsið og taka myndir!


Ég hafði aldrei neinar efasemdir um að þetta myndi ganga þó þú hafir haft þær. Kaupin á dráttartauginni voru bara til að hvetja þig áfram. :wink:

Anyway, fyrir þá sem vilja fylgjast með þá lá vandamálið basically í að tímahljólið (eða hvað sem maður kallar þetta) framan á m52 er ekki það sama og á m50. Verkfræðingunum hjá bmw fannst það greinilega sniðugt að færa til gróvina sem skynjarinn nemur (held það sé crankshaft skynjarinn) og þess vegna neistaði vélin alltaf á röngum tíma. Þegar það var skipt um þetta hjól þá rauk bíllinn í gang í fyrstu tilraun.

Ég á nú eftir að tengja betur m50b25 soggreinina þar sem bíllinn er að draga falskt loft, en greininni var bara skellt á hálftengdri þar til bíllinn kæmist í gang. Það er nú bara smá föndur að splæsa saman hosum, en ég hafði keypt adjustment kit á eBay.

Nýja læsta drifið er svo líka komið í þannig að það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið gott kvöld í gær.

Það er nú búið að sanna að m52b28 úr e39 má nota í e36 með rafkerfi af m50b25, það þarf bara að skipta um helling af hlutum (þó ekki pönnuna). Ég tel mig nú vera kominn á Hybrid.

Gamla vélin er ekki svipur af sjón eftir þetta ferðalag, hún lítur út eins og bíll sem hefur verið skilin eftir í breiðholtinu yfir nótt. Það er nánast ekkert eftir á henni.

Næst á dagskrá verður svo að fá vanosið í gang með nýju rafkerfi og nýrri tölvu sem verður svo vonandi tjúnnuð af GST í sumar.

Myndir fylgja fljótlega.

Author:  Aron Fridrik [ Tue 16. Mar 2010 10:22 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

greinilega mjög gott að fá mig þarna í heimsókn :thup: :thup: :thup: :lol:




flott að hann er kominn í gang :thup:

Author:  gunnar [ Tue 16. Mar 2010 10:24 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

Flott að heyra að mótorinn sé kominn í gang :thup:

Author:  Alpina [ Tue 16. Mar 2010 10:27 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

Zed III wrote:
x5power wrote:
sópa hesthúsið og taka myndir!


Ég hafði aldrei neinar efasemdir um að þetta myndi ganga þó þú hafir haft þær. Kaupin á dráttartauginni voru bara til að hvetja þig áfram. :wink:

Anyway, fyrir þá sem vilja fylgjast með þá lá vandamálið basically í að tímahljólið (eða hvað sem maður kallar þetta) framan á m52 er ekki það sama og á m50. Verkfræðingunum hjá bmw fannst það greinilega sniðugt að færa til gróvina sem skynjarinn nemur (held það sé crankshaft skynjarinn) og þess vegna neistaði vélin alltaf á röngum tíma. Þegar það var skipt um þetta hjól þá rauk bíllinn í gang í fyrstu tilraun.

Ég á nú eftir að tengja betur m50b25 soggreinina þar sem bíllinn er að draga falskt loft, en greininni var bara skellt á hálftengdri þar til bíllinn kæmist í gang. Það er nú bara smá föndur að splæsa saman hosum, en ég hafði keypt adjustment kit á eBay.

Nýja læsta drifið er svo líka komið í þannig að það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið gott kvöld í gær.

Það er nú búið að sanna að m52b28 úr e39 má nota í e36 með rafkerfi af m50b25, það þarf bara að skipta um helling af hlutum (þó ekki pönnuna). Ég tel mig nú vera kominn á Hybrid.

Gamla vélin er ekki svipur af sjón eftir þetta ferðalag, hún lítur út eins og bíll sem hefur verið skilin eftir í breiðholtinu yfir nótt. Það er nánast ekkert eftir á henni.

Næst á dagskrá verður svo að fá vanosið í gang með nýju rafkerfi og nýrri tölvu sem verður svo vonandi tjúnnuð af GST í sumar.

Myndir fylgja fljótlega.


Það er ekki einu sinni það sama á öllum M50B25 ... gættu að því

saemi og Skúra-Bjarki stóðu í hellings veseni einmitt út af svona löguðu,, en settu kollinn í bleyti og redduðu þessu á sama veg og þú

Author:  Zed III [ Tue 16. Mar 2010 10:30 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

Aron Fridrik wrote:
greinilega mjög gott að fá mig þarna í heimsókn :thup: :thup: :thup: :lol:

flott að hann er kominn í gang :thup:


þú komst sko með góða strauma.

Author:  Zed III [ Tue 16. Mar 2010 10:32 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli"

Alpina wrote:

Það er ekki einu sinni það sama á öllum M50B25 ... gættu að því

saemi og Skúra-Bjarki stóðu í hellings veseni einmitt út af svona löguðu,, en settu kollinn í bleyti og redduðu þessu á sama veg og þú


Ég reddaði engu, snillingurinn Jón Bras sá alfarið um að hugsa og hann á allt kreditið skilið :thup: ég var bara farþegi.

Author:  x5power [ Thu 18. Mar 2010 22:18 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

er ekkert verið að klappa?

Author:  saemi [ Thu 18. Mar 2010 22:21 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

Jamm, þegar TU vélin kom þá breyttu þeir þessu.

Það er samt ekkert mál að bora nýtt gat í gamla hjólið og færa það þannig til. Reddaði þessu þannig eftir að hafa fundið þetta út forðum daga þegar ég og Bjarki vorum að vesenast í þessu.

Author:  x5power [ Thu 18. Mar 2010 22:36 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

ef við hefðum vitað að þetta væri vandamálið... við rákum bara augun í þetta eftir langa hugsun.

Author:  Alpina [ Thu 18. Mar 2010 22:38 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

x5power wrote:
ef við hefðum vitað að þetta væri vandamálið... við rákum bara augun í þetta eftir langa hugsun.


Ert þú ekki pró :shock:

Author:  x5power [ Thu 18. Mar 2010 23:13 ]
Post subject:  Re: BMW Z3 '96. M50B25 Swapped, "litli" - Nú m52b28.

jú eg er pró, en eg veit ekki allt,!

Page 6 of 13 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/