Jæja, nú þegar veturinn er að ganga í garð þá hefst "breytingaskeiðið" hjá manni.
Skilaði bílnum bara heim í sveit í geymslu innandyra. Reyndar alltof snemma, miðjan ágúst
Helstu verkefni vetrarins eru fjöðrunarbreytingar. Langar líka að fá aðeins opinion frá ykkur hinum bmw fíklunum.
Lækkunargormar 45/30 (keyptir)
Koni Sport stillanlegir (á döfinni)
Powerflex complete poly fóðringa kit (er búinn að kaupa framkittið, eftir að versla subframe fóðringar)
Racing Dynamics sway bar stillanlegt kit (á döfinni)
16 hluta suspension rebuild kit, inniheldur ALLT!!! (alveg á næstu grösum)
Stillanlega sway bar enda að framan, aðalega vegna þess að þeir eru sterkari en oem og bogna síður (á eftir að kaupa)
Síðan þarf víst að skipta um kúpplingu, ætla að nota tækifærið og fá mér léttara flywheel og reyna að blása smá lífi í þessa M30 risaeðlu. Búinn að tala við Gunna GST, og hann útvegar UUC dót fyrir sanngjarnar fjárhæðir að mér finnst, verður pantað í nóv-des.
Síðan er það sem hvílir mest á mér, ég þarf nefnilega nauðsynlega að skipta um mest allt pústið, sökum þess að það er ónýtt
Og þar sem ég er sjúkur í höfðinu, þá get ég ekki ákveðið mig hvort ég vil frekar, Remus eða Supersprint......
Svo er eitt og annað smálegt, reyna að setja þetta lipp á framstuðararann sem ég keypti, ásamt skottlippinu.
Síðan er það nýjasta, wider lower grill effect. Gert með að nota ristar af turbo dísil e34. Liggja í kassa á skrifborðinu hjá mér
Einnig að spá í hvort maður ætti að spandera í Rieger eða samskonar afturrúðu spoiler(roof spoiler) til að athuga hvort þetta gefi ekki smá edge. Kemur djöfulli vel út á myndum.
http://www.schmiedmann.com/ProductPictu ... 36_big.jpg
Wish me luck, þarf greinilega að brjóta sparigrísinn

_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tækiFord Bronco '66
Bara station bílar, enginn BMW.