Update !! Búið að setja KW framdempara í, strut brace að aftan og m-tech swaybar að framan
Ég og Djöfullinn (Danni) fórum í þetta verk á sunnudagskvöld ... og eftir að vera búnir að vesenast í dágóðann tíma náðum við dempurunum af og drógum demparann upp úr ströttanum .. svo ætluðum við að fara setja nýja í .. þá nei nei.. er ekki bara 45mm strött !! sem á ekki að vera 6 cyl E30 skilst mér og fleirum. Þannig að það var farið í að redda 51mm ströttum og fékk ég þá hjá GStuning (mad props

)á mánudagskvöld, skelltum líka mtech swaybarinu í á sunnudagskvöld þegar það kom í ljós að við vorum strandaðir ... Kláruðum demparana á þriðjudagskvöldið og þegar bílinn átti að fara koma sér af stað þá komumst við að því að bremsurörið vinstra meginn að framan var farið að leka þannig að bílinn var bremsulaus
Fór svo með bílinn á verkstæði til að skipta um rörið á miðvikudeginum og þvílíkur munur að keyra bílinn... heví solid og í góðu standi
Í gær kvöld settum við aftara strut brace-ið í og kemur það vel út ... og það er sama og ekkert body roll í bílnum og hann er að höndla þvílíkt vel

hann er vel stöðugur í zik zak-i á lágum og háum hraða og mar finnur fyrir góðum þéttleika í stýrinu... það eina sem háir honum er að vera á vetrardekkjum með háum prófíl.
Kem með einhverjar myndir fljótlega.