Desember
Keyptur varahlutabíll, 316 '89 frekar lélegur en flest sem mér vantar er hækt að nota úr honum.
Það sem tekið var úr honum var svunta, ljós, hudd, grill, klæðning úr skotti, plast milli afturljósa kringum númeraplötu og felgur, síðan var mælaborð og annað tekið úr bílnum og á að fara í svarta is bílinn sem frændi minn á.
Janúar '06
Keyptur ///M gírhnúður með ljósi frá UK í gegnum Ebay og hann settur í staðinn fyrir mjög slitinn orginal hnúðinn.
Ákvað að skipta um stýri og fyrir valinu varð stýri úr E28 special series, en
planið er að eignast Mtech II stýri eða í versta falli Mtech I stýri. Málið var að komast að því hvort hækt væri að skipta úr loftpúða stýrinu, og gekk það vel en það þarf aðeins að aðlaga til að koma venjulegu stýri fyrir.
Áður en loftpúðastýri er tekið úr þarf að aftengja geyminn og bílinn þarf að vera straumlaus í lámark 1 klst en í mínu tilfelli stóð bíllinn yfir nótt rafmagnslaus.
Nr 1. Taka þarf loftpúðan úr sambandi undir stýris "unitinu"
Nr 2. Tvær tork skrúfur halda loftpúðanum og eru þær á bakhlið stýrisins.
Nr 3. þá er loftpúðinn laus en hangir enn í tenginguni í púðann. Róin sem heldur stýrinu er losuð og stýrið tekið af.
Nr 4. Gera þarf smá breytingar til að koma venjulegu stýri fyrir. Það er plast pinni sem er stýring fyrir tenginguna fyrir loftpúðan sem verður að taka, pinninn sést ofarlega á myndinni.
Nr 5. Þegar venjulegt stýri er sett í þá þarf að setja skinnur undir rónna vegna þess að stýrisstöngin er lengri út af loftpúðanum, síða er róinn hert og allt er klárt.
Samlæsingar í bílnum voru bilaðar og var farið að leita orsaka. Byrjað að leita að stjórnboxi og er það staðsett undir framhátalara vinstra megin. Taka verður spjaldið sem er yfir hátalaranum og hátalarann þá kemur í ljós svart plastbox neðan við hátalaragatið. Boxið aftengt og opnað, það sem er að bila og ekki bila í stjornboxinu er lóðning á viðnáminu sem sést efst á myndinni en það er yfirálagsvörn að ef einhver samlæsingarmótorinn er fastur og dregur of mikin straum þá bráðnar loðningin en það var ekki
Þá var farið í að skoða hurðina hægra megin en það var hún sem læstist ekki.
Víxlaði samlæsingarmótorum í hurð og skotti og virkað mótorinn í skottinu þannig að ekki var það hann
Þá var farið í að skoða klassískan stað en það er tengið í dyrastafnum
Eftir að það hafði verið þrifið allt upp þá fór allt að virka og ég ætla ekki að lýsa því hvað það er gott að fá þetta í lag ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í bílum þá er það rafmagnsdót sem virkar ekki.
Næsta mál hjá mér var að koma fyrir plast plötunni sem er bak við númeraplötuna aftan á bílnum en hún er ekki á USA bílunum, bora þarf fyrir henni og síðan var allt riðvarið undir plastinu.
Framendi tekin í gegn. Þegar ég kaupi bílinn var svunta af pre facelift bíl á bílnum vegna þess að honum hafði verið ekið á snjóruðning fyrir mörgum árum og leit bíllinn út eins og viðrenni. Settur var mjög heil svunta með öllu + allt plast sem á að vera undir bílnum að framan.
Sett var litla lip'ið en í sumar á að skella is lip á bílinn, varð að máta aðeins.
Í usa bílnum eru samlokur sem aðalljós og var ákveðið að skifta þeim út.
Þar þurfti smá mod til að fá ljósin til að virka rétt, þurfti að bæta við relay til að skipting á milli háa og láa geisla væri rétt. Einnig þurfti að ná í straum fyrir stöðuljós.
Einnig var sett þokuljós og euro grill sem er ekki eins og usa grill.
Verð nú að segja að það hefur orðið þó nokkur breyting.
Fyrir:
Eftir:
Það er búið að kaupa meira en ekki gefist tími til að koma því fyrir en það kemur seinna.
Það næsta sem gerðist í E30 málum hjá mér var að sett var í bílinn innrétting úr engu öðru en E30 ///M3 og finst mér hún koma mjög vel út svona ljós í stíl við bílinn. Það á eftir að þrífa og lita innréttinguna en svona er hún í dag órifin og mjög heil. Nú er bílinn kominn með " bucket " afturí og þar af leiðandi 2 x 2 með ótrúlegum stuðningi hvort sem setið er framí eða afturí.
Meira er í gangi og kemur mjög fljótlega í ljós.
_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter