bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E32 735i '89 Heimasætan
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=15871
Page 48 of 49

Author:  ömmudriver [ Sat 21. Jan 2012 22:14 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89 - Komin með V8/V12 framenda og fleirra.....

haukur94 wrote:
Jaeja, tha er eg buin ad eyda 3 timum i ad lesa thennan thrad i heild sinni. Eg verd bara ad segja bravó. Vel af ser vikid :thup: var ad kaupa 730i af skula og aetla ad hafa thetta til fyrirmyndar. Er samt bara enntha litill putti med litla reynslu og mun thetta tvi taka nokkur ar :lol: verd lika ad thakka skula i leidinni fyrir ad thola vaelid mitt :mrgreen:



Takk fyrir það og gangi þér vel með sjöuna þína :thup:



Í desembermánuði keypti ég fjögur notuð ónegld vetrerdekk dekk frá Vöku og voru þau mjög lítið slitin og litu mjög vel út miðað við það sem maður er vanur að fá hjá Vöku og er ég hæst ánægður með þau :D

Ég lenti í því óskemmtilega atviki þ.30.12.11. að læsingin í drifinu hjá mér brotnaði og gerðist þetta við mjög rólegan akstur í gegnum hringtorg og lýsti sér eins og að keyra yfir grjót :evil:
Sem betur fer átti vinur hans Danna auka drif úr E32 730i (M60) og er ég með það í láni þar til ég finn aðra læsingu í drifið eða annað komplett læst drif.

Svo þegar við Danni vorum að skipta um drifið sáum við að pústið lafði frekar langt niður og voru tvær miðjuupphengjur horfnar en þær voru settar í nýjar í júní, góð ending þar á ferð..............
En ég keypti nýjar upphengjur af N1 frá Bosal og eru þær úr polyurethene og vona ég að þær endist lengur en OEM upphengjurnar gerðu.

Mynd til samanburðar; nýja á vinstri hönd og OEM(strigi/gúmmí) á hægri hönd:
Image

Ég skipti líka um segulrofaunitið fyrir miðstöðina sem stýrir kælivatninu inná elimentið og hagar miðsöðin sér nú eðlilega en áður átti hún það til að blása bara heitu lofti.

Og að lokum þá fjárfesti ég í nýjum bílgeislaspilara en gamla tækið var með sínar eigin hugmyndir um hvaða tónlist ég ætti að hlusta á og hvenær :lol:

Mynd af gamla tækinu:
Image

Og svo nýja en það er af Kenwood gerð og er með USB tengi og AUX in að framan, styður iPod, iPad, tæki með Windows stýrikerfi og einnig fylgdi með fjarstýring:
Image

Image

Og ein með USB lyklinum í:
Image

Svo rúllaði sjöan í 280.000km. í gær :thup:

Author:  BMW_Owner [ Tue 24. Jan 2012 18:57 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89 - Komin með V8/V12 framenda og fleirra.....

glæsó :wink: djöfull væri ég samt til í almennilegar BMW græjur s.s með geislaspilara og myndi lúkka alveg eins og það ætti heima í innréttingunni já og væru með rca tengi.

Author:  ömmudriver [ Tue 15. May 2012 11:33 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89 - Komin með V8/V12 framenda og fleirra.....

Þessi elska ríkur alltaf í gang og kemur manni og manns nánustu á milli staða alveg eins og ekkert sé sjálfsagðara. En hún var að renna í 285.000km. og er nýkomin úr smurningu þar sem að grunur minn var staðfestur en skiptiarmspakkdósin á gírkassanum er búinn að gefa skít í heyið og gubbar kassinn af sér vökva við djúgar inngjafir og fer hann á pústið sem býr til þennan líka skemmtilega reyk. Og ekki nóg með það heldur er líka að leka mótorolía á pústið og margt annað hægra megin í vélarrýminu þar sem að ventlalokspakkningin er að kveðja partýið og skrifast það alfarið á mig þar sem að ég skemmdi planið á ventlalokinu á sínum tíma þegar ég var að skafa gömlu pakkninguna af, en þetta er ekkert mál þar sem að ég á annað heilt ventlalok sem ég ætla að láta glerblása og pólýhúða og skella á vélina ásamt nýrri pakkningu við tækifæri.
Pústupphengjurnar sem að ég skipti um í Janúar eru að syngja sitt allra síðasta, hraðaneminn í drifinu er á eitthverju fylliríi og þar af leiðandi virkar ekki cruise controlið, rúðurþurrkurnar virka bara á hægasta og hraðasta og nokkrir fídusar í OBC virka ekki. Svo eru komnar nokkrar rispur á bílinn eftir veturinn oooooog nokkrar dældir og síðast en ekki síst er farið að bera áberandi mikið á ryði á brettunum, neðst við sílsana.

Svo er eflaust eitthvað meira pillerí að angra hana sem að ég man ekki eftir í augnablikinu en þetta verður allt tæklað á næstunni og svo í lok sumars fer hún á sprautuverkstæði þar sem að ryðið verður tekið fyrir ásamt rispunum og dældunum.




Over & out :thup:

Author:  anger [ Tue 15. May 2012 19:29 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

áttu myndir afþessum ? nenni alls ekki að fletta 48 bls til að finna :drool:

Author:  ömmudriver [ Tue 15. May 2012 19:56 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

anger wrote:
áttu myndir afþessum ? nenni alls ekki að fletta 48 bls til að finna :drool:


Image


Gjössovel :)

Author:  ömmudriver [ Thu 12. Sep 2013 22:52 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Þessi elzka er nú komin á númer um stundarsakir á meðan verið er að skvera Touringinn en helst ber að nefna að hún rann í gegnum skoðun með einungis eina athugarsemd út á olíulekan á vélinni og svo henti ég undir hana læstu 188mm. drifi með nýrri $$$$$ drifolíu en Sjöan er nú ekin 295.xxx km. og við bónsession í síðustu viku komu í ljós þónokkrar dældir og rispur sem gleðja eigandan alveg óheyrilega mikið :argh:


P.s. Það kom gat á pústið í gær við grófa inngjöf sem er kannski ekki skrítið miðað við aldur pústkerfisins :lol:

Author:  srr [ Sat 05. Oct 2013 15:58 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Þessi sást á þónokkurri siglingu í mikilli traffík upp Ártúnsbrekkuna,,,,,,vel á öðru hundraðinu.
Er það aksturslag nýs eiganda eða?

Author:  Alpina [ Sat 05. Oct 2013 16:15 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

srr wrote:
Þessi sást á þónokkurri siglingu í mikilli traffík upp Ártúnsbrekkuna,,,,,,vel á öðru hundraðinu.
Er það aksturslag nýs eiganda eða?


Tel að tíkin hafi verið komin nálægt á þriðja hundraðið............ i mikilli umferð

Author:  Angelic0- [ Sat 05. Oct 2013 18:45 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Er hann seldur :?:

Author:  ömmudriver [ Sat 05. Oct 2013 18:59 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Þið eruð ágætir :lol:


P.s. Flott bakkljós Sveinbjörn.

Author:  Alpina [ Sat 05. Oct 2013 19:48 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

ömmudriver wrote:
Þið eruð ágætir :lol:


P.s. Flott bakkljós Sveinbjörn.


Já... þetta er ÓÞOLANDI,,, :x :x :x eru stundum ,, föst,, einhver ráð sem einhver kann !!!!!!!!!!!!

BARA pirrandi :thdown: :thdown:

Author:  JonFreyr [ Sat 05. Oct 2013 19:58 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Skipta um switch fyrir bakkljós....eða bara henda perunum úr og láta það eiga sig að bakka :thup:

Author:  Alpina [ Sat 05. Oct 2013 20:13 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

JonFreyr wrote:
Skipta um switch fyrir bakkljós....eða bara henda perunum úr og láta það eiga sig að bakka :thup:


í kassanum ??

Author:  Angelic0- [ Sat 05. Oct 2013 20:20 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Alpina wrote:
JonFreyr wrote:
Skipta um switch fyrir bakkljós....eða bara henda perunum úr og láta það eiga sig að bakka :thup:


í kassanum ??


Já, lenti í þessu með E36 325i (PO700) og það var nóg...

Bara böggandi að vera rúntandi með bakkljósin :lol:

Author:  Alpina [ Sat 05. Oct 2013 20:27 ]
Post subject:  Re: E32 735i '89

Angelic0- wrote:
Alpina wrote:
JonFreyr wrote:
Skipta um switch fyrir bakkljós....eða bara henda perunum úr og láta það eiga sig að bakka :thup:


í kassanum ??


Já, lenti í þessu með E36 325i (PO700) og það var nóg...

Bara böggandi að vera rúntandi með bakkljósin :lol:


Var einmitt að spá í að það er ENGINN sem er fyrir aftann mig áljósum !!! :roll: :lol: :lol:

Page 48 of 49 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/