Ég er aðeins búinn að kynna mér málið.
Það verður að segjast að það er mjög miður að svona lagað skuli vera í gangi hérna á kraftinum á þessum nótum. Úr því sem komið er, þá held ég að það sé rétt að eftirfarandi komi fram.
Sögurnar frá Tóta og Þórði eru GJÖRÓLÍKAR!
Netið, síður eins og þessar eru ekki besti miðillinn til að útkljá svona mál. Það er auðvelt að segja eitthvað og halda því fram sem kannski reynist ekki alveg 100% sannleikurinn. Sitt sýnist hverjum og það hefur áhrif á það hvernig fólk upplifir hlutina. Það sem einn segir er kannski ekki eins og annar upplifði þegar hann horfði á sama hlutinn gerast.
Ég ætla ekki að tjá mig meira um þessi mál hérna hvað varðar að taka afstöðu með einhverjum. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist þarna nema sögur og ég hef enga sönnun fyrir því hvað gerðist í raun og get því ekkert sagt að þessi eigi ekki að gera svona og hinn ekki hitt. Ég og við allir nema hlutaðeigandi vitum ekkert hvað gerðist þarna og hvað er rétt!
Ég þekki marga sem koma að þessu máli, ekki þó alla, en það eru margir heiðursmenn sem ég þekki og koma að máli hér. Ég vona að þeir beri gæfu til þess að útkljá þessi mál, hvort sem það verður með hjálp minni og annarra eða upp á eigin spýtur. En svona mun þetta ekki ganga áfram í þessum litla mótorsport heimi á klakanum. Ég vil ekki missa í burtu mæta menn vegna svona missættis. Ég vil geta mætt út á braut og haldið áfram að sjá ykkur alla í stað þess að einhverjir séu í sínu horni og mæti ekki vegna ósættis við aðra. Þetta á að vera hægt að útkljá og menn að sættast. Ég veit að það er erfitt að kyngja broti af stolti sínu og gefa eftir þegar manni finnst vera brotið á sér. En stundum er það eina leiðin til að komast út úr litlu vandamáli sem er að eyðileggja fyrir stærri málum.
Gott máltæki segir: "Sá vægir sem vitið hefur meira".
Hvernig væri nú að það væri gengið í það að útkljá þetta mál í eitt skipti fyrir öll svo við gætum haldið áfram að tala um bílana okkar og sportið, ekki svona leiðindi. Ég legg til að hlutaðeigandi menn hætti að tjá sig hérna inni á móti hvorum öðrum, heldur hittist og ræði málin með hlutlausum aðilum (svo það verði örugglega bara talað, ekki öskrað). Ég skal gjarnan taka að mér að koma því á ef mér er treyst fyrir því. Sendið bara póst á mig á
smu@islandia.is ef þið eruð til í eitthvað svoleiðis.
Ég á eftir að heyra meira af þessu á næstu dögum, en vonandi að fólk haldi að sér puttunum hérna og setji klaka á þetta. Þetta er ekki rétta aðferðin sem er í gangi hérna.