Porsche-Ísland wrote:
Þetta er ekki skrifað með gleði í huga, en rétt skal vera rétt.
Þegar Akstursbraut var að byrja þá var haldinn fundur með nokkrum mönnum um að reyna að gera þetta almennilega. Var þar á meðal haldinn fundur heima hjá Alpina. Þar bauðst Onno til að búa til heimasíðu fyrir þetta. Aldrei var rætt um að borga neitt fyrir þetta, enda stóða það aldrei til að gera það. Einfaldlega vegna þess að enginn peningurinn var til. Til að umbuna Þórði fékk hann að nota brautina nokkra daga einn til æfinga. Þegar fór að vora var loks farið í að vinna í þessari síðu og gerði starfsmaður Onno þetta. Bjó hann til útlit síðunnar og bjó líka til félagsskýrtieni. Þegar hér var komið í sögunni var Hr.X væntanlegur til landsins og vildi fá að komast í skúr með lyftu. Bauð ég þá honum að fá að komast í skúrinn hjá mér í staðinn. Þurfti ég að láta 3 bíla út úr skúrnum til að hægt væri að gera þetta. Sem þýddi að ég þurfit að taka tvo bíla út á hverjum morgni og setja þá svo inn að loknum degi. Aldrei og þá meina ég ALDREI var rætt um að borga neitt fyrir lánið á skúrnum. A L D R E I. Bara til að hafa þetta á hreinu. Þegar við vorum að reyna að hjálpa,, og það var gaman,, að vinna með þessum snillingi Hr. X. Þá kom til tals að breyta tölvunni hjá Tóta, sagði Tóti við x ið að hann gæti keypt kubb frá UK sem myndi kosta 28.000 sagði þá x að þetta myndi kosta mun minna en það. Þannig að hann tók kubbinn og las hann og í framhaldi af því breytti hann blöndunni bara smá. Tók svona 5 mínútur. X vildi ekki taka við pening og sagði að Onno myndi sjá um það .Síðan var ekkert meira um þetta rætt fyrr en Onno sendi Tóta SMS og vildi þá fá 35.000. Auðvita þótti Tóta það rangt að 35 væri minna en 28 og hvað þá mun minna. Þess vegna borgaði hann ekki þessi 35 kall, heldur fannst að 15 kall væri sangjarnt. Þá fannst Onno það vera best að fara með þetta einkamál sitt á netið og gera lítið úr Tóta og Aroni. Það er rangt af manni í hans stöðu að leika eitthvern Guð og gera lítið úr mönnum sem ekki eiga pening. En hvað um það. Á meðan X ið var að vinna spurði ég hann út í hvað svona brennari myndi kosta og þá svaraði hann því þannig að hann myndi skoða það. Greinilega var tungumála kunnátta mín eitthvað röng því að það næsta sem ég veit er að Onno kemur með kassa með dóti í og segir mér að ég skuldi sér pening. Skildi ég hvorki upp né niður í því,, Fékk ég svo póst frá Onno um málið
Sælir,
Er að stússast í peningamálunum vegna Ruben.
Dótið sem hann seldi þér rukkaði hann 5.000 danskar sem er ca. 55.000 ísl.
Svo var sendingarkostnaður 1.800 danskar sem er ca. 20.000 sem splittast
1/3 á Nonna Vett og svo 2/3 á þig (skipting er ca eftir umfangi hluta í sendingu).
Svo dregst frá aðstaðan þín og aðstoð meðan Ruben var á landinu 25.000 þannig að
þetta gerir ca. 43.000. Þú græjar þetta bara þegar spons mál eru komin á
hreint og buddan leyfir.
kv.
Þórður
PS. Á í basli með þá strumpa Aron og Tóta – þeir virðast ekki hafa efni á
þessu og væla og væla.......
Þar með var ég orðinn skuldugur og búið að fynna út að skúrinn hjá mér kostar 5 kall á dag, Hef ég ekki enn þann dag í dag opnað þennan kassa aftur. Og mun ganga í það að skila honum. Hef ekkert við hann að gera vegna þess að ég kann ekkert með þetta dót að fara og skil ekki af hverju þetta var sent.. vildi bara fá að vita hvað svona græja kostaði.
En aftur til brautarinnar. Þegar Onno kom loksins til Íslands að aka aftur núna í haust þá gaf ég honum ársskýrteini sem þakklætisvott fyrir að hafa látið hanna þau. Aldrei var þar rætt um að fá að aka ókeypis. Enda geta menn sem lesa reglurnar að það kostar 5000 krónur að ganga í félagið og síðan borga þeir 1000 krónur fyrir hvern dag eftir það. Næst þegar Onno kom á staðinn fór Fannar að rukka hann og þá drullaði hann yfir hann að hann væri yfir það hafinn að borga ,,, hann væri búinn að gera heimasíðuna og þyrfti ekkert að borga hér. Strákarnir vildi að ég hennti honum út af svæðinu fyrir að vera með svona formælingar, ég bað þá um að reyna að halda friðinn. Fór ég þá í það að láta hann nýja heimasíðu og er búinn að því.. Er hún kominn í loftið.
Þó svo menn eigi pening geta menn ekki leyft sér hvað sem er. Ef Þórður hefði vilja ræða þetta við Tóta og Aron hefði hann geta gert það oft uppi á braut en þess í stað elti hann Tóta uppi í dag og fór að munnhöggvast við hann úti á götu.
Svona vitleysa á ekki að eiga sér stað á netinu,, Ekki nota netið til að reyna að hóta mönnum. Menn eiga að leysa sín vandamál sjálfir.
Svo sá ég bara eina beyglu á þessari hurð.. Ef þær eru tvær núna þá á Tóti ekki þá seinni......
Rétt er það - rétt skal vera rétt.
Við ræddum það í upphafi að ég fengi að keyra í staðinn - þú hefur
greinilega aðeins haft í huga þessi skipti sem við Alpina vorum einir
út á braut. Ég tók því þannig að ég fengi að keyra í staðinn í sumar.
Af hverju hefur þú aldrei nefnt þetta við mig að þú teldir að ég ætti
að vera farinn að greiða? Við erum búnir að heyrast ótal sinnum og
spjalla um brautina og allt sem að henni kemur.
Varðandi skúrinn - þá spurði ég þig, þú bauðst þetta ekki að fyrra bragði.
Það er rétt að við ræddum ekki fyrirfram að ég myndi borga fyrir skúrinn
en mér fannst það nú bara liggja fyrir að þú ættir að fá eitthvað fyrir
þinn snúð. Ég spurði þig síðar hver leigan væri til að geta fundið eitthvað
sanngjarnt að borga - fannst nú hálfsmánaðar leiga bara nokkuð gott
fyrir þennan tíma sem var ca. 5 dagar.
Það að Hr. X hafi sagt þetta við Tóta með að þetta ætti að kosta
minna en 28.000 hefur aldrei komið fram í EP eða símasamskiptum
okkar Tóta. Aldrei. Ég mun ganga í að sannreyna þetta.
Að fara með "einkamál á netið" var gert eftir að margir mánuðir voru
liðnir án þess að menn kæmust að niðurstöðu. Sé ekki að það sé að
leika Guð.
Svo varðandi businessinn sem þú ætlaðir að fara í - þe. að Hr. X myndi
senda þér möpp og þú gætir brennt þau hér heima á kubba í bílana.
Hr. X tók til handa þér "starter kit" í þetta og sendi. Þegar þú tókst við
pakkanum úr minni hendi - af hverju sagðir þú ekki að þú hefðir ekki beðið
um þetta? Þetta bara heldur ekki vatni Dóri minn - það eru margir
mánuðir síðan þú fékkst pakkann og þetta er það fyrsta sem þú
tjáir þig við mig um hann. Eiga menn ekki að leysa sín mál utan
netsins?
Ok svo komum við að "formælingunum". Fannar kom að mér og vildi
rukka mig fyrir að keyra og ég sagði í hálfkæringi glottandi "Á ég þá
að rukka fyrir heimasíðuna?"
Þetta eru nú formælingarnar og drullan frá mér.
Og Dóri minn - ég elti Tóta ekki uppi. Hann stoppaði mig með hættulegum
akstri og réðst að mér. Við vorum búnir að aka með góðu millibili
á Keflavíkurveginum á ca. 70-80 með gott bil á milli.
Beyglan sem þú sást var efri beyglan. Sú neðri er stærri og erfiðara
að sjáhana - þe. grunn en stærri en hin.
Mér finnst þetta svar þitt í heild sinni frekar súrrealískt svo ekki sé meira
sagt. Ef ég væri þessi skúrkur og ólíkindatól af hverju ertu ekki búinn að
nefna neitt af þessu við mig? Það eru bara nokkrir dagar síðan við vorum
í sambandi og þú varst að biðja mig um að tala við Hr. X fyrir þig út
af bensanum sem félagi þinn er í veseni með.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...