Jæja, fréttir af felgu uppgerð hjá mér.
Það var í desember 2007 sem ég eignaðist þessar felgur alveg óvænt, þar sem þær leyndust með sem fylgihlutur á bíl sem ég hafi keypt. Pældi ekkert í þessu, fannst þetta lítið spes stöff.
Það var svo í mars 2009 sem er ákveðið að prófa að stíga sín fyrstu skref í póleringu, með þessar felgur sem test subject.
Ekki slæmt fyrir first timer....


Við nánari athugun. Hvað er þetta???

Holy fucking......!! EKki sáttur!

Ég varð svo vonsvikinn að ég tók felgudruslurnar og henti þeim bara undir borð þar sem þær hafa dúsað núna í rúmlega 2 ár, að safna ryki og skít.
Það var svo núna um daginn að ég tók mig til og pússaði kanntana á þeim vel niður, gróflega, og sendi í sandblástur
(lét blása allt nema kanntana að sjálfsögðu).Svo núna um helgina var ráðist í að klára verkið, og nú eru þær klárar handa sprautaranum sem ætlar að skvetta á þær einhverjum lit.
Þarna eru 3 felgur sem búið er að standblása. Kanntinn var ég búinn að pússa með 80 pappír til að ná úr skemmdum. Svo var slípað með P100 og loks 150 pappír sem endaði í þessu looki.

Þarna er fyrsta felgan full kláruð. Fór létt yfir með 150 til öryggis því ég hafði sent þær í burtu í blástur. Síðan var það vantsslípað frá 180 alla leið í 2500. Að lokum setti ég Autosol á þetta til að ná glansinum verulega upp.

Samanburður við hinar 3 sem eru óunnar.

Close up. Ég er allavega vel sáttur með árangurinn. Þetta er fjórða settið sem ég klára, og tel ég víst að alltaf séu framfarir.

Eins og ég segi, nú í vikunni fer þetta í málun til að mála tromluna að innan, utan og miðjuna. Liturinn sem verður fyrir valinu verður að öllum líkindum "Audi Sport Silver"
_________________
Jón M
S: 693-9796
WET Motorsport - Vara og aukahlutir í bíla, vélar og tækiFord Bronco '66
Bara station bílar, enginn BMW.