Já hún er öll að koma til sjöan og vantar núna bara V8/V12 hornlipin til þess að klára lúkkið að framan
Um helgina unnum við Danni aðeins í sjöunni og betrubættum ýmislegt. Í bílinn er kominn afturbekkur með hita, svört afturhilla með JBL hátölurum, lesljós í C pillar, svartir listar í föls, svartar loftristar í gólf, svartar hátalarahlífar frammí og heill miðjustokkur.
Hér er búið að fjarlægja afturbekkinn, hilluna og byrjað að taka gömlu hátalarana/tweeterana úr. Einnig er búið að setja festingar fyrir hauspúðana en hauspúðarnar sem voru í bílnum voru festir við sætisbakið sjálft og ekki hægt að nota með nýja bekknum:

Nýji hátalarinn ásamt brakketi vs. gamli hátalarinn og tweeterinn ásamt brakketi:

Bakið á "nýja" hátalaranum:

Bökin á gamla hátalaranum og tweeternum:

Gamla dótið:


Gamla ljósgráa hillar vs. "nýja" svarta hillan:

Ég skipti líka um hátalaranetin en gömlu voru orðin ryðguð og tærð og þurfti ég að nota gömlu rammana sem að netin festast í því að rammarnir í svörtu hillunni voru brotnir en JBL hátalarnir festast við þessa ramma
Gamla vs. nýja:

Svarta hillan ásamt hátölurum komin á sinn stað

Skipta líka út ljósunum í C pillarnum fyrir ljós með lesljósum:

Hér sést tengið fyrir hitan í sessunni og loomið fyrir það en við bættum við þriðja gula relayinu sem er næst okkur á myndinni og rafmagnið tengdist í plögg lengst til hægri, hægra megin við relayin:

Hér kom loomið(bláu tengin) upp undan teppinu fyrir takkana til þess að kveikja á hitanum í bekknum en þeir eru í miðjustokknum:

Hér sjást svo tengin fyrir hitan í bakinu:

Gamli miðjustokkurinn var með tveimur götum eftir kasettugeymslu sem var ofan í hólfinu:


Nýji stokkurinn:

Takkarnir fyrir kakóhitaran í afturbekknum:

Skiptum líka út gráum listum og hlífum fyrir svart en hér er mynd af svarta listanum komnum í og gamla gráa við hliðina ásamt gömlu hátalarahlífinni á gólfinu:



Settum líka svartar loftristar í gólfið í stað ljósgrárra enda er planið að setja svört gólfteppi í bílinn við tækifæri:

Þegar við vorum að skipta um hátalarhlífarnar að framan tókum við eftir því að þar voru JBL hátalarar eins og að aftan nema eldri týpa í stað hátalara frá The Soundcompany eins og orginalinn, svona líka ánægjuleg tilviljun

Og svo í lokin......mynd af texta sem var krotaður utan á hægri hjólaskálina að aftan, undir einangrunni, undir afturbekknum en gaman væri að vita hvað stendur þarna


Over & out..........