Jæja, kominn á uber flott hótel í Bolzano sem er með þessa fínu internettengingu

Bolzano er mjög norðarlega á Ítalíu - í Dolomítafjöllunum. Hér eru norður Evrópsk áhrif mikil og bærinn hefur frekar á sér Austurrískan/Þýskan blæ heldur en Ítalskan og hér tala allir Þýsku og Ítölsku.
Kem með myndir fljótlega.
Á leiðinni hingað uppeftir var ég að nálgast Benz og eftir að ég sá að þetta var einhver dísel kappi þá segi ég við Lenu eitthvað á þá leið að maður verði að fara að fá einhvern almennilegan bíl til að fíflast í og racea. Ég fékk litlar undirtektir og svipinn sem Sæmi talaði um
Eftir næsta bensínstopp er ég að keyra aðreinina inn á Autostrada þá koma tveir kappar á heavy siglingu, grár benz og svartur Audi station með einhverju voða kitti. Bingo - þarna voru verðugir "andstæðingar" komnir. Ég stappa bílinn á eftir þeim og næ þeim eftir smá tíma. Audiinn hættir en Benzinn heldur áfram. Nú var ég kominn alveg að honum og sá að hér var alvöru tæki á ferð..... fjögur púst..... SL55 merki vinstra megin.... og AMG hægra megin
Nú tók við mjög skemmtilegur kafli. Við lentum í traffík en síðan þegar kom auður vegur þá var allt gefið í botn. Bílarnir voru mjög svipaðir en hann seig þó hægt og rólega framúr á beinu hröðu köflunum. Svona gekk þetta nokkrum sinnum þar til að hann hleypti mér fram úr til að sjá hvaða kvikindi þetta væri að hanga í honum.
Eftir þetta var hann í skottinu á mér í nokkur run og svo hleypti ég honum aftur framúr.
Nú var svipurinn á konunni orðinn full herptur og við að nálgast Bolzano og ég fékk hana til að smella einni mynd af kvikindinu.
Info um kvikindið hér:
http://www.engine-power.com/mercedes-benz/sl55_amg.html
Eftir að hafa verið kötturinn að leika sér að músum á vegunum undanfarið þá var þetta skemmtileg tilbreyting. Segi ekki að maður hafi verið mús en AMGinn var öflugri köttur

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...