Rólegir í off-topicinu drengir!!!
Fyrst ber að taka fram að konan er algerlega ómeidd og engir eftirmálar urðu af upptökunni í göngunum enda um mjög góða konu að ræða!!!!
Hér kemur annars smá videoklippa af sveitakeyrslu í Toskana
Þessir vegir eru helvíti skemmtilegir en maður þarf líka að passa sig því að það má lítið út af bregða. Vegirnir eru þröngir, tré, hús og annað dót rétt við vegkantinn og svo hellings umferð gangandi, hjólandi og keyrandi.
Þetta er óklippt run sem ég tók rétt hjá San Gimignano sem er sunnan við Flórens. Notaði StickyPodinn sem ég tók með en vélin er sennilega aðeins og þung - hún hristist svolítið. Þarf að fá mér svona mount sem fer á hauspúðajárnin.
Hitinn var rétt yfir 25 gráðum og dekkin grípa vægast sagt vel í þessum hita, átti bara erfitt með að losa hann upp að aftan!!!
http://www.onno.is/thordur/m5/Eurotrip/Toskana_sveitavegur.wmv
Vonandi skilar fílingurinn sér aðeins á myndbandinu
Annars er bara gaman að vera túristi, fórum til Pisa í dag og ég get staðfest að turninn er rammskakkur. Reyndar gerðist eitt í Pisa þegar við lögðum af stað aftur þá var hraðamælirinn og abs dottið út - sennilega er abs skynjari farinn. Það eru þó plúsar við þetta, ég þarf ekki að slökkva á spólvörninni og ég get sagt við Carabinieri að ég viti bara ekkert hvað ég hafi verið á miklum hraða

Reyni að finna eitthvert BMW umboð til að kíkja á þetta.
Annars hef ég ekki séð einn einasta M5 hérna en lenti með einum E46 M3 á Autostrada í dag. Það er hins vegar allt morandi í X5 hérna, liggur við að það sé jafn mikið af þeim hérna og Yaris heima - ótrúlegt.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...