Ég held að þú sért búinn að flækja þetta fyrir sjálfum þér meira enn þarf.
Það eru 5 hlutir að vinna samann hérna hjá þér.
1. Antilag stillingarnar breyta engu fyrir neðan 3500rpm og undir 2%TPS (sem dæmi) og það er max breyting fyrir ofan 3600rpm (sem dæmi, max retard og cuts)
2. Input rás sem leyfir antilag, hún þarf að vera undir X voltum (cirka 1volt eða svo).
3. 2 póla rofi sem tengir tvo víra samann eða aðskilur þá.
4. tölvuútgangur sem "tengir tvo víra samann eða aðskilur þá" , þessum útgang er svo stýrt af tölvunni í gegnum MISC2 output
5. Jarðsamband - þetta kemur innan úr tölvunni í alvöru jarðsamband.
Rásin sem þú víraðir inná er með 5v pullup, sem er cirka 10k Ohm. Þetta þýðir að þegar rásin er ekki tengd í jörð þá mælir tölvan 5v. Ef ekki þá þarf að færa vírinn á aðra rás.


Það sem við erum að leitast eftir að gera er að mynda samband frá jörð í 18-3 til að breyta Antilag inputinu.
Einfaldasta test er ..
1. Setja MISC2 á ON
2. Flippa rofanum og sjá hvað gerist fyrir voltin á rásinni
Rofin ætti að stjórna voltunum á rásinni,
Þegar misc2 er off þá getur rofin engu stjórnað því það er ekki heildarsbamband í jörð. Tölvan á engann hátt getur séð hvort að rofinn sé on eða off nema MISC2 sé ON.
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
