BirkirB wrote:
Angelic0- wrote:
BMW_Owner wrote:
Angelic0- wrote:
Eyzi er með M52B25 E36... hann er með skynjarana í flækjunum (S50 flækjur) en ég veit ekki hvort að bíllinn hans notar báða skynjarana...
Ég hef reyndar alltaf verið með bilaða O2 skynjara í öllum M50 sem að ég hef átt og þar af leiðandi aldrei verið með þá tengda... fann aldrei neitt fyrir því nema þá að eyðslan varð óhófleg þegar að allt var staðið flatt...

já okei, er þetta alveg "keyranlegt" án þess að hafa o2 skynjarana tengda? þá er ég að tala um eyðslu.

Já, þangað til þú "gönnar"

það er allavega mín reynsla...
Og Daníel, bilaður O2 skynjari er ekki sama og ótengdur

Ótengdur skynjari triggerar fixed values í DME/ECU
Ég setti þessar flækjur á þessa M52 vél. Skynjararnir voru á sitthvorri pústgreininni þannig að það lá beint við að skrúfa þá í flækjurnar. Víxlaði skynjurunum óvart þegar ég setti þetta saman og vélin gekk ömurlega þegar hún hitnaði þannig að ég víxlaði þeim aftur og það lagaðist.
M50 eru held ég ekki með múffur fyrir skynjara í pústgreinum heldur eina hjá hvarfakútnum. Best að skoða það á realoem.com...
já ég er búinn að flétta endalaust af teikningum bæði á realoem og bimmerforums en hef samt ekki fengið neina beina staðfestingu á því hvar er best að setja skynjarann. sko ég get sett M52 pústgrein öðrum meginn og þá er ég kominn með gat fyrir súrefnisskynjarann (M50 er bara með einn) en mér sýnist á original pústi undir M50 að skynjarinn sé svona 50cm lengra eftir pústgreinar, og þar er M3 pústkerfið í tvennu lagi, þannig hugmyndin var að setja súrefnisskynjarann bara á annað rörið en þá fær hann samt bara skilaboð frá 3 cylendrum. Og auðvitað eru menn búnir að tala um þetta út í heimi en enginn prófað og komið með result um eyðslu.
þannig já. skilaboðin sem skynjarinn sendir tölvunni hljóta að vera mismunandi hvort hann mællir 50cm lengra frá greinum heldur en beint í greininni, s.s tölvan býst við öðrum mælingum en hún fær, er þetta rétt hjá mér eða skiptir engu hvar ég set hann? :/