Jæja, þá er loksins eitthvað að fara að gerast í þessum eftir veturinn.
Pantaði í dag allt sem vantar framaná hann, OEM BMW frá
www.getbmwparts.com. Verður vonandi komið fyrir lok mánaðarins þar sem mig langar til að setja þennan á númer og byrja að keyra í byrjun maí.
Ég pantaði líka allt sem ég þarf til að setja sílsaplöst á hann. Sílsaplöstin sjálf eru búin að vera til inní skúr síðan ég átti IV-777 og voru meira að segja máluð fyrir hann, en fóru aldrei undir. Ég pantaði allar festingar nýjar fyrir þau ásamt listunum sem koma undir hurðirnar.
Þegar þetta er allt komið þá fer bíllinn í málun þar sem ég ætla að láta mála allan framendan. Set á hann annan stuðara þar sem það er smá skemmd á þessum. Tók orginal stuðarann af 525-inum mínum og ætla að setja V8 hornin á hann og mála neðsta partinn af stuðaranum. Síðan verður afturstuðarinn málaður í stíl og ljóta þokuljósið tekið af stuðaranum. Læt líka taka botninn á öllum hurðunum í gegn ef þess þarf.
Síðan fer ég að græja 10" afturfelgurnar undir hann, þarf að skvera þær aðeins fyrst.
Kem með update þegar hlutirnir eru komnir og þetta er allt í vinnslu.
Og ef einhver er að spá, þá er ég hættur við sölu
