Jæja svosem ekkert geðveikt mikið að frétta af þessum en eithvað búið að gerast.
Og bíllinn bara keyrir og keyrir , kominn i 317.000km og aldrei vesen þannig séð
Búinn að skipta um miðstöðvarmótstöðu. Blæs núna á öllum stillingum

Búinn að laga afturhlerakrabbameinið. Þurfti að spretta upp loomið hjá lömunum og laga hátt í 12-13 víra sem voru farnir í sundur. En núna virkar allavega allt í hleranum

Búinn að láta hurðarlistann á bílstjórahurðina
Búinn að taka þetta ljóta teip frá þokuljósunum
Lét lesa af honum og slökkva á Airbag ljósinu til að sjá hvort að slip-ring skiptin hjá okkur hafi virkað... og það virkaði
Fór og lét tékka hjólastillinguna, þar sem við höfðum bara "snúrað" með afturhjólunum. Og það fyndna er að við hittum 100% og þurfti engu að breyta

Mekkinn var frekar orðlaus yfir því.
Og Oz´s komnar undir

Veturinn búinn hér í danaveldi.
Svo tók ég nokkrar myndir af honum, þó ekki nýbónaður

en var búinn að henda honum í gegnum þvottastöð daginn áður.









Myndirnar teknar á gamla Canon D80 með bilað autofocus þannig að ég þurfti að stilla focus sjálfur. Og það var frekar erfitt að ná þessu almennilega en þó betra en Xperia X8 síminn.