Ég
hata hurðaspjöld á E36!!
Hægra megin var það farið að bólgna upp, svona:

Svo ég rölti til Auðuns Bólstrara þegar ég áttaði mig á því að hann býr í sömu götu og ég, og hann sagði að þetta væri ekkert mál ef ég tæki stykkið þarna af, þar sem leðrið er bólstrað á.
Nújæja, ég skýst heim og ætla að prufa það,
tek þá eftir að einhver tard hefur kíttað það niður með hvítu kítti (Auðunn hafði séð það og sagði að það væri klárlega ekki þannig komið frá verksmiðjunni).
Nújæja, hitabyssan upp og reyni aðeins að hita kíttið og losa það smá, gengur vel á köntunum.
Ætla svo aðeins að fara að toga í það og sjá hvort það sé að verða laust.... btw allt mjöög varlega gert hjá mér.
Tek þá eftir að allt helvítis stykkið er límt niður með þessu kítti og var farið að rifna frá!


Reyndi að skafa þetta enn rólegar og komast aðeins lengra og vona að þetta væri ekki alla leið, en nei þá sá ég þetta:

Komið niður í leður semsagt, og allt þetta trefjapappahelvíti (eða hvað þetta nú heitir) handónýtt.

Búinn að leita nógu fjandi mikið að nýju spjaldi, ákvað þess vegna að reyna bara að laga þetta þar sem enginn virðist eiga svona til.
Held að þetta spjald verði bara endanlega dæmt ónýtt!
