Jæja, loksins get ég farið að vinna í þessum bíl

Merkilegasti bíllinn minn og ég er ekkert búinn að aðhafast við hann í 6 mánuði, skamm skamm!
Allavega, ég átti langt samtal við Gunnlaug fyrri eiganda í dag og þar komu nokkrir merkilegir punktar í ljós.
1. Gunnlaugur er búinn að skipta um RAFKERFI í bílnum. Það er núna EURO 528 loom fyrir ABS.
2. Gunnlaugur er búinn að tengja allt fyrir ABS, það var ekki ABS í þessum bíl upprunalega.
Það sem á eftir að klára er að setja í annan strutt að framan sem er með nýrri hjólalegu fyrir ABS. Hinn að framan er þegar kominn í.
Einnig vantar að setja í nýmálaðar spyrnur að aftan með nýjum hjólalegum fyrir ABS.
Allt þetta er til og á bara eftir að skrúfa í.
Þá ætti ABS að vera virkt.
3. Góðar líkur eru á því að Högni hafi eitthvað átt við heddið á M30B32 vélinni, því Gunnlaugur sagðist hafa séð merki um slíkt. Mögulega er búið að taka það af og skipta um heddpakkningu etc......Ég vona það besta

4. Gunnlaugur pantaði SJÁLFUR Zender kittið á bíllinn frá Þýskalandi. Þannig að hann hefur ekki verið svoleiðis í USA.
Einnig hófst ég handa í dag við að tæma bílinn og skoða hvað ætti virkilega eftir að gera.
Á næstu dögum þarf ég að yfirfara alla rafmagnshluti til að vita að þeir séu í lagi.
Því næst get ég púslað innréttingunni saman inni í bíl og í skottinu. Ætla sko ekki að gera það fyrr en ég veit að allt rafmagnsdót virki

Nenni sko ekki að rífa hana úr seinna meir út af því einu, hehe.
Hérna eru svo myndir sem ég tók eftir að ég var búinn að tæma bílinn að innan í dag af hinum ýmsustu varahlutum sem fylgdu með.
Eins og sést....er sæmilegt verk fyrir höndum hjá mér að púsla þessu saman að innan









