Boltinn sem mig vantaði, kom í B&L í dag.
Ég brunaði eftir honum í Reykjavík, fór í B&L, sótti hann og brunaði heim aftur.
Henti honum í, festi subframeið loksins eftir margra daga bið
Blæddi bremsurnar að aftan áður en ég henti afturdekkjunum á.
Festi rafgeymirinn.
Skipti um felgurnar að framan, þar sem hann fékk akstursbann á rennislétt framdekk
Fór reyndar undir hann sumardekk að framan að þessu sinni en ég er að leita mér að hentugum vetrardekkjum undir hann.
Ég brunaði svo í Hafnarfjörð, þar sem skoðunarstöðin í Njarðvík var búin að loka
Rétt náði fyrir lokun í dag hjá Aðalskoðun.
Var þá fullviss um að hann myndi renna út með 10 skoðun á númeraplötunni.....
.....en það gerðist ekki
Ég gat ekki annað en hlegið þegar skoðunarmaðurinn sagði mér að það væri MEIRA að honum núna.
Skoðunin í desember kom út með 10 eða 11 athugasemdir, sem ég er núna búinn að laga.
Núna ákvað bensínleki að gera vart við sig og fékk ég þar af leiðandi athugasemd við það í skoðunni í dag.
Ég fékk að sjá hvar lekinn var og það er við inn og útgang á bensínsíunni sem er við tankinn.
Einnig var annað bensínrörið sem er fyrir ofan aftur subframeið, laskað, mögulega eftir fóðringarskiptin mín...
En það þarf að skipta því út fyrir nýtt.
Ég fékk þar af leiðandi fallega grænan 03 miða á plötuna í dag.
Tvær athugasemdir.
1. Bensínleki
2. Mengunin var enn of mikil, það dugði víst ekki að bæta bara etanóli á tankinn
Á mánudaginn ætla ég að kaupa bensínsíuna, bensínrör, ný kerti og kippa þessu í lag....
...fá svo fulla skoðun seinnipartinn á mánudag
