Jæja, kominn tími á smá update á þessum.
Mætti í kvöld niðrí skúr um tíu leytið og ætlaði mér að klára rifa vélina uppúr 320i, og það var búið um 1 leytið, og ég var einn að því.
En nóg um það hér eru nokkrar myndir.
Dýrið sem vélin fer ofaní
Gamla vélin, tók olíukvarðann úr og það svoleiðis FRUSSAÐIST VATN, BENSÍN OG OLÍA úr pönnunni.
"DÓNORINN"
Búinn að aftengja gírkassa og púst frá vélinni.
Og voila! Vélin komin upp, það er TÖLVUERT þrengra að gera þetta í e30 heldur en e34 =) Og þarna er ég líka búinn að færa alternator og stýrisdælu af gamla mótornum.
Og þarna lenti ég í smá veseni, smellti bara mótorarmnum á og ekkert vesen, því þessi blokk er 88 en ekki 87, lent í veseni með að það voru ekki göt fyrir armana á E34 mótorfestingunni, á blokkinni sem er í bláa núna. Enn svo þegar ég ætlaði að svissa olíkvörðum þá sá ég að olíukvarðinn fer í gegnum blokkina í E30 en ekki pönnuna eins og E34 þannig á morgun þarf ég að svissa olíupönnum og fylla uppí gatið neðst á blokkinni.
Hér er vélin úr E30
Og hér er vélin úr E34, sjáið hvað ég er að meina.
Svo á ég eftir að skipta ýmislegu út, t.d. spíssa loominu og einhverjum skynjurum.
