Þá er ég loksins kominn í langþráða sumarfríið mitt og get því einbeitt mér algjörlega að áhugamálinu
Ég keypti prefacelift framstuðara í byrjun vikunnar en hann kemur úr Skagafirðinum og þakka ég odinn88 kærlega fyrir að benda mér á hann
Stuðarinn er búinn að kúra inní sjöunni síðan ég keypti hann og loksins í dag þegar ég ákvað að taka hann inní hús þá var hífandi rok og að sjálfsögðu lárétt rigning
Hann er ekki alveg gallalaus eftir rúmlega tuttugu ára þjónustu og hér er mynd af honum eftir að ég hafði tekið hann í sundur:

Hægra hornið er mjög illa farið af ryði, hefur fengið eitthvað högg á sig og er fast á stuðaranum en ég kippi því af á morgun:

Miðhluti stuðarans er með þunna húð af ryði að innan, ryðdoppur hér og þar á krómhúðinni en það skiptir engu máli því að hann fer fljótlega í glerblástur og málun:
Samskeytagaurarnir, skrúfurnar, boltarnir og smellurnar verður öllum skipt skipt út fyrir nýtt:

Ég mun s.s. einungis nota miðhlutan og vinstra hornið en ég þarf að kaupa nýja Mtech lista á stuðaran fyrir Mtech I svuntuna og ég ætla að kaupa allt hitt nýtt líka s.s. festingarnar, hægra hornið og samskeytagaurana.
Ég fer svo með bílinn í hjólastillingu á miðvikudaginn og og og ég pikkaði upp númerplöturnar í dag.