Ég þakka strákar
En ég skipti um pumpurnar fyrir blæjulokið í gær enda orðið frekar þreytt að þurfa að halda lokinu opnu á meðan maður hendir blæjunni upp eða niður. Gömlu pumpurnar voru handónýtar fyrir ca. tíu árum en þær nýju eru frá sama framleiðanda og framleiddi þær gömlu og kostuðu klink hjá
http://www.pelicanparts.com.
Gamla Lift-O-mat vs. nýja Stabilus/ Lift-O-mat:

Nýja pumpan komin á sinn stað:

Þvílíkur lúxus að þurfa ekki að halda helvítis lokinu uppi
Blæjan er langt frá því að vera tilbúin fyrir sumarið en listinn er þó búinn að styttast gríðarlega mikið eftir mótor- og gírkassaskveringu. En hér er svona grófur listi yfir það sem á eftir að græja fyrir sumarið:
-Kippa framsætum og afturbekk úr bílnum, skvera leðrið og festingarnar fyrir framsætin og djúphreinsa teppið og motturnar
-Kíkja á mótorinn fyrir afturrúðuna en hann er óvirkur
-Kíkja á miðstöðvarmótor og -mótstöðu(Komið ýskur í mótor og hann virkar ekki alltaf á öllum hröðum)
-Stilla toppinn en það er enn ógert eftir að skipt var um blæju
-Stilla rúðurnar og smyrja rúðumekanisman
-Kippa samlæsingunum í lag
-Fara með bílinn í hjólastillingu en hann er innskeifur eftir stýrisendaskiptin
-Yfirfara bremsubúnað
-Græja hlíf undir vélina
-Skipta um framsvuntu
-Skella Mtech I framsvuntunni á
-Fara með bílinn á sprautuverkstæði og láta mála: Framsvunturnar, frambretti, sílsana, afturbrettin, skottlokið og spoilerinn
-Skipta um framrúðu en sú gamla er orðin "lekin" og haugrispuð
-
Kaupa 16"-17" álfelgur og dekkOg síðast en ekki síst fara með bílinn í skoðun og rúnta það sem eftir líður sumars
