JonFreyr wrote:
Þetta er nú bara spjallborð BMW áhugamanna

ekki spjallborð Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna þannig að pælingar eru jú.....í lagi

Ég sprakk
Nokkur ár síðan að ég var húðskammaður af einum meðlim fyrir að kasta fram spurningunni um möguleg kaup á E39M5
Síðan þá hafa margir hlutir gerst.
Það er allt í lagi að pæla í því hvað gæti tekið við, en HULKinn á ekki eftir að seljast kvissbang. Þetta á eftir að liggja þangað til að það kemur tilboð. Það er líka alveg í myndinni að selja mótorinn complet, líklega auðveldari sala, og setja svo eitthvað NA með rúmtak ofaní. Ekki að það verði endilega kraftmeira eða skemmtilegra, en það verður tilbreyting.
993 Porshce hefur alltaf heillað mig, 993 Turbo er æðislegur bíll, GT2 er alveg geggjaður en out of reach.
Ég er samt eiginlega sannfærður að það verður NA bíll sem tekur við. Vonandi V8-10-12.. En ég hef nægan tíma til að spá í það.
Það fauk í soninn þegar ég sagði honum að bíllinn væri kominn á sölu:

Helvítis VANOS rebuild kittið er ekki komið, en til þess að hafa eitthvað að gera ætla ég að skipta um bremsudiska að framan og aftran (púða að sjálfsögðu líka) á MINI COOPER núna um helgina. Maður getur ekki setið aðgerðarlaus