Spurning að henda inn smá info um þennan frá því í sumar,
þetta sumar (sem var ekki sumar) var klárlega sumarið sem kom aldrei og því var E30 alveg sammála.
Sumarið byrjaði vel, farinn að keyra í lok apríl, ýmis frágangur og dútl sem verið var að vinna í síðasta vetur og fram á sumar í M50 swappinu, skipta um alls konar pakkningar og dótarí,
nema hvað að um miðjan maí er ég í 5 umferðinni á föstudegi þegar ég er bara í lullinu á mínum 2000 rpm þegar mótorinn fer allt einu að ganga illa,
ég dríf mig út á Nesið í skúrinn góða og fer yfir málin þar, kemst að þeirri niðurstöðu að einhverjir ventlar séu bognir á cyl #6 og því þurfti heddið að fara af.
Skildi ekkert í því af hverju ventlar bognuðu uppúr þurru en þegar heddið fór af kom í ljós að aðskotahlutur (ró/bolti etc.) hafði komist inn á cyl 6 og beygt þar ventla, braut úr heddinu og marði stimpil.
Mín kenning er sú að þegar ég var fyrr á árinu með mótorinn opinn hafi annað hvort einhver plantað aðskotahlut inn í soggreinina og hann hrist þar ofan í með tímanum (afleiðingar af miklum umgang btw), eða þá að ég hafi hreinlega misst eitthvað ofan í heddið sem mér þykir mjög ólíklegt. Ekki meir um það,
langaði bara að segja ykkur frá skemmtilegu viðgerðasumrinu mínu, með tilheyrandi kostnaði. Vatnsdæla fór, vatnslás fastur, glænýi OEM vatnskassinn ónýtur eftir að viftuspaðaógeðisviftukúplingardraslið fór í elementið og skemmdi hann, fékk annan sem var of lítill, þriðji stíflaður, 4 virðist í lagi, fóru 2 háspennukefli, fór aftari sveifaráspakkdós, fór kúplingslega, Slave Cyl byrjaði að leka, olíusíuhúsið lak með O-hringjum sem ekki er hægt að skipta um með góðu móti, við aftari sveifaráspakkdósaskiptin sneri kúplingsdiskurinn vitlaust við samsetningu og þar sem þetta er M50 í E30 þarf að allt kramdraslið eins og það leggur sig að fara uppúr, reif vélina 4 sinnum úr áður en ég fattaði þetta með diskinn, miðstöðin hætti að virka, heddpakkning fór ásamt 4 ventlum á Cyl #6, og fl og fl sem ég nenni ekki að telja upp.
Skipti um:
Heddpakkningu
4 ventla
Heddbolta
2 háspennukefli
Vatnsdælu
Vatnslás
Olíusíuhús
Aftari sveifaráspakkdós
Kúplingslegu
Ventlalokspakkningu
Slave Cylinder
Allar fóðringar í gírstöngina
3 vatnskassa
Pústgreinapakkningar
Soggreinapakkningar
Fullt af vacuumslöngum og dótaríi
Hreinsaði upp stíflaðan hægagangsmótor
Og fl af alls konar bulli, bíllinn stendur í hlaðinu nokkrum 100.000 köllum seinna og ofhitar sig.
Svo byrjaði ég náttúrulega bara viku fyrir Bíladaga skv. einhverjum sérvitringum að græja bílinn þó svo ég hafi farið með hann í skoðun í lok apríl.
Þetta var mitt sumar, takk fyrir mig
