Jæja vélin er löngu komin ofan í og vinnur nú loksins eðlilega
Verið að skipta um aftari sveifaráspakkdósina; búið að slaka olíupönnunni aðeins niður og fjarlægja lokið sem að pakkdósin situr í:

Gamla pakkdósin á vinstri hönd og sú nýja komin í lokið á hægri hönd:

Hérna er mynd af lokinu fyrir þrif en ég gleymdi að taka mynd af því eftir þrif

Búinn að skafa drulluna burt og hreinsa þetta aðeins upp:

Lokið komið á sinn stað ásamt nýrri "pilot" legu fyrir gírkassan:

Gamla vs. nýja "pilot" legan:

Skipti um bensínsíu; OEM kvikindið á hægri hönd:

Það náðist ekki mynd af nýja kúplingsdisknum en hér er hann kominn á sinn stað og verið að herða pressuna a la srr:

Brakeboosterinn var orðinn helvíti ryðgaður og sjúskaður þannig að ég pússaði hann upp, grunnaði og málaði og svo setti ég kolasíuna á sinn stað:

Verið að gefa saman gírkassa og vél:

Nýupptekni startarinn kominn á sinn stað og gírkassinn kominn á vélina:



Svo þegar ég var að koma rafkerfinu fyrir á mótornum kom Skúli auga á brunagat á kápunni á Mótorloominu en jörðin fyrir olíuhæðarrofan hafði brunnið(hvenær er óvitað) og því brennt af sér einangrunina. Við þetta upphófst sú skemmtun að skera upp kápuna á mótorloominu og rekja brennda vírinn á enda og svo skipta honum út:



Klukkan var orðin soldið margt og á meðan við Danni skárum upp mótorloomið tók Skúli smá powernap á meðan:

Búið að skipta um vír og og teipa mótorloomið aftur saman:

Svo var þessi mynd tekin núna í kvöld eftir að búið var að skipta um olíu á mótornum, taka góðan rúnt á bílnum og lofttæma kælikerfið:


Ég þarf svo að taka betri myndir af vélarsalnum við tækifæri, O&o.................