bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E60 ///M5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=12841
Page 33 of 36

Author:  bjahja [ Wed 11. Oct 2006 19:36 ]
Post subject: 

Hljómar bara vel 8)
En voru í alvörunni gaurar sem mættu á þyrlu :lol: :lol: :lol: :lol:

Author:  fart [ Wed 11. Oct 2006 20:04 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Hljómar bara vel 8)
En voru í alvörunni gaurar sem mættu á þyrlu :lol: :lol: :lol: :lol:


Jamm, 3 ítalalegir með peysurnar á öxlunum og flugmaðurinn var í mega uniformi. :lol:

Author:  Henbjon [ Wed 11. Oct 2006 20:25 ]
Post subject: 

Testaðiru Z4 M-coupe?

Author:  ömmudriver [ Wed 11. Oct 2006 20:54 ]
Post subject: 

Iss nei honum hefur örugglega drepleiðst og verið með mikla heimþrá [-(

Author:  fart [ Thu 12. Oct 2006 06:38 ]
Post subject: 

Eitt fyndið atriði sem ég gleymdi að minnast á.

Snemma um morguninn þegar menn voru að mæta kom einn Belgi á M6 á svæðið og var að leita að bílastæðum. Honum var fyrir mistök vísað í gegnum Pit-inn og inn á brautina. Hann gerði sér lítið fyrir og tók hring til mikillar ánægju skipuleggjanda sem tóku á móti honum alveg BRJÁLAÐIR þar sem að BMW er með brautina á leigu og ber í raun ábyrgð á henni. Þangað til maður hefur skrifað undir disclaimer er maður á ábyrgð BMW. Þessi var bara að mæta og því ekki kominn á disclaimer lista.

Author:  JOGA [ Thu 12. Oct 2006 09:43 ]
Post subject: 

fart wrote:
Eitt fyndið atriði sem ég gleymdi að minnast á.

Snemma um morguninn þegar menn voru að mæta kom einn Belgi á M6 á svæðið og var að leita að bílastæðum. Honum var fyrir mistök vísað í gegnum Pit-inn og inn á brautina. Hann gerði sér lítið fyrir og tók hring til mikillar ánægju skipuleggjanda sem tóku á móti honum alveg BRJÁLAÐIR þar sem að BMW er með brautina á leigu og ber í raun ábyrgð á henni. Þangað til maður hefur skrifað undir disclaimer er maður á ábyrgð BMW. Þessi var bara að mæta og því ekki kominn á disclaimer lista.


Hann hefur líklega roðnað smá :oops: :lol:

Author:  fart [ Wed 01. Nov 2006 15:51 ]
Post subject:  Slaufan í dag

Fór á Nurburgring í dag til að reyna að eyða kortinu. Þetta var nú ekki besti dagurinn til að vera þarna því að lofthiti var 6.5°c og mikill vindur, svo kom smá haglél. Aðstæðurnar voru svo svæsnar að einn endaði á toppnum og þurfti að fara í burtu með sjúkrabíl.

Það var mikið um laufblöð á brautinni og þau plús lágt hitastig gerðu þetta að smá svaðilför.

Allavega.. þá stalst ég til að taka smá video. Það fyndna er að maður virðist fara mjög hægt yfir, sem er að hlutatil rétt útaf aðstæðum, en svo þurfti ég að taka þetta með smá zoom-i því að mydavéliln var vel falin.

anyway.. vonandi hafið þið gaman af þessu.

Þráður hér

Author:  jens [ Wed 01. Nov 2006 20:22 ]
Post subject: 

Gaman að fá að fara hring með þér, takk fyrir mig.

Author:  arnibjorn [ Thu 26. Jul 2007 19:12 ]
Post subject: 

Hva er þessi bara farinn í frí eftir að E36 mætti á svæðið?? :D

Einn svakalegast bíllinn á kraftinum kominn á bls. 6 í bílar meðlima... ekki nógu gott! :lol: :tease:

Author:  Kristjan [ Thu 26. Jul 2007 19:48 ]
Post subject: 

hahaha þú ert svo mikil pósthóra að það er rosalegt :lol:

Author:  arnibjorn [ Thu 26. Jul 2007 19:51 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
hahaha þú ert svo mikil pósthóra að það er rosalegt :lol:


Ég er engin helvítis pósthóra Kristján!!








Ég er bara mjög venjuleg hóra! :biggrin:

Author:  fart [ Thu 26. Jul 2007 19:51 ]
Post subject: 

Já.. þú segir nokkuð.

Nei, ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég viðra þann grá, sérstaklega þegar ég sleppi honum alveg lausum.

Hann er kominn í 30.000 km (síðustu helgi) og er í topp formi. Ný Pirelli PZero Rosso dekk sem grípa vel og er bónaður og baðaður reglulega.

Ég gleymi því stundum hvað hann er snöggur upp á hraða og núna á laugardag var ég ansi nálægt því að stúta honum. Það er ákveðin leið sem ég keyri af golfvellinum, og á þeirri leið er hringtorg, úr því inn á hraðbrautina c.a. 400-500 metra og svo off-rampur inn á aðra hraðbraut.

Anyway.. ég slæda gjarnan hringtorgið, blasta svo framúr nokkrum bílum og fer inn á off-rampinn. Þetta var eins og venjulega.. ég slædaði hringtorgið, keyrði mig upp gírana (spólandi út 1. 2. og inn í þriðja) svo kemur rampurinn og ég begji inn.. en átta mig ekki á því að ég er alveg DSC laus, bíllinn kominn í 220km hraða og ég næ engu gripi að framan. Einhvernvegin (bland af heppni og hæfni væntanlega) þá fer ég í lift off og bremsa ekki, begji snöggt til hægri og næ bílnum upp í 4wheel drift. Fer í gegnum begjuna (50-60 metra begja) á hlið og klessi næstum á bíl sem er að koma af öðrum rampi. Ég lenti beint fyrir aftan hann mjög controled og flott, hefur sennilega litið Uber-pro út fyrir áhorfendur, en ég skeit næstum á mig úr hræðslu. Keyrði heim með WTF-erégeitthvaðbilaður svipinn.

Ég er búinn að analæsa þetta atvik aðeins. Líklega er þetta sambland af nokkrum hlutum.

1. Ég er búinn að vera mikið á M3inum undanfarið á semislikkum með gripmikla fjöðrun.
2. M5inn er 12-13 sek 0-200 en M3inn c.a. 20 þannig að ég er að koma mun hraðar inn í begjuna en ég er vanur á M3. 500vs300hestar..
3. 1400kg eru auðveldari í meðhöndlun en 1800

Víti til varnaðar, þegar maður verður of confident, þá crashar maður, eða næstum crashar í mínu tilviki.

Author:  Aron Fridrik [ Thu 26. Jul 2007 19:54 ]
Post subject: 

bestu momentin.. þegar maður klúðrar driftum og það kemur bara flott út :lol:

Author:  arnibjorn [ Thu 26. Jul 2007 19:55 ]
Post subject: 

Eru ekki golfkylfurnar komnar útúm ef þú ert alltaf driftandi með þær í skottinu? :D :lol:

Author:  fart [ Thu 26. Jul 2007 19:56 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Eru ekki golfkylfurnar komnar útúm ef þú ert alltaf driftandi með þær í skottinu? :D :lol:


Neinei, renni pokanum upp, og set í cargo netið.

Page 33 of 36 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/