slapi wrote:

Þetta er teikning af hinum almenna alternator þar sem þetta er algengast í þessum árgerðum af flestöllum bílum nema það eru örugglega bara 3 tengingar í þínum Stóra + tengingin (B) og síðan ljósið (L) og sviss straumurinn (IG) (líklega ekki terminal S á þínum tor) Til að torinn fari að hlaða þarf hann að fá sviss plúsinn inn á (IG) og í mörgum tilvikum þarf það bara rétt aðeins fyrst síðan sér um restinga sjálfur. Annaðhvort er þetta bilun í alternatornum sjálfum / hann snýst of hægt / vantar sviss plúsinn. Þegar þú svissar á bílinn og aftengir litla tengið aftaná tornum ætti ljósið ekki að loga. Ég myndi síðan mæla báða straumana með prufulampa til álagsprófa rásina og ef þú færð ljós á lampann í bæði skiptin er að öllum líkindum bilunin í alternatornum.
Við prufuðum tvo Alternatora í dag og fengum sömu niðurstöðu, Þeir á verkstæðinu héldu því fram að það ætti ekki að vera rafgeymisstraumur á milli B og IG ef maður er með bílinn svissaðan af. Ég er hinsvegar farinn að hallast að því að það eigi að vera straumur þar á milli því að ég er búinn að troubleshoota allann fjandann, og mér finnst mjög ólíklegt að það gæti verið "short" sem framkallaði 12.5V straum á milli þessara tveggja...
Þá er bara spurning hvort að báðir alternatorarnir hafi verið gallaðir, þetta er uppgert dót. Það skrítna er hinsvega að ef maður aftengir IG og revar upp fyrir 4000 þá virðist maður geta kveikkt á hleðslunni.....
