Jæja þá er maður kominn til ítalíu

. Erum í Flórens núna. Bara gott veður og mikil keyrsla búin að vera í gangi.
Í fyrra dag keyrði ég frá Millau (þar sem Viaduct Millau brúin er, sem var í Top Gear) og niður á Ríveru og til Torino. Við vorum á keyrslu í 13 tíma , renndum eftir allri ströndinni frá Marseille til Monaco. Þetta er án efa einn af þeim fallegri stöðum sem ég hef komið á.
Veðrið
Bílarnir
Kellingarnar
Vegirnir
Landslagið
Fann nokkra vegi þarna sem var hægt að traðka vel á og engan veginn mikil umferð.
Við ætluðum upphaflega að sleppa Monaco þar sem við vorum að verða of sein á hótelið en við villtumst einhvern veginn þarna niður eftir og endaði svo á formúlubrautinni sama dag og æfingin átti sér stað þar, ég var þarna bara nokkrum mínutum áður en veginum var lokað.
Frá Monaco og til Torino þurfti ég að stíga svolítið vel á, sá nýja M5 Touring og shiiiiiiiiiiiiii.... Ég var að reyna taka video en ég missti af honum á 180...

Þurfti að slá af ég átti bara ekki breik
Fékk samt að sjá skottið ansi vel á honum
Ég hef smá áhyggjur af mótornum samt, mér finnst ventlaglamrið vera meira heldur en það var upphaflega og eiginlega bara aukast ef einhvað er, auðvitað er þetta smá paranoia í mér en mér finnst mótorinn ekki eiga að glamra svona, þetta er mest í svona 3000 - 4000 snúningum þegar ég er á stöðugri keyrslu, ekkert á inngjöf eða á rólegri keyrslu....
Lenti líka í því í Torino að ég var lokaður inni, bæði frakka og ítalir halda ef þeir setja hazardinn á þá mega þeir leggja alls staðar. Helv... .... ég var fastur í einhverja tvo tíma útaf svona bjána sem lagði bara við hliðina á mér og setti hazardinn á. Frekar leiðinlegt þegar maður var búinn að tjékka sig útaf hótelinu.
Vantar alveg bara loftkælingu í bílinn á þessum slóðum,
