Jæja...
Skrapp útá land í gær, og fékk símtal frá konunni þess efnis að það væri kviknað í BeEmWe
Lýsingin var á þennan veg: "Ég startaði bílnum, hann fór í gang, drap svo á sér, og bíllinn FYLLTIST af þykkum hvítum reyk,
Opnaði húddið, og þar var allt fullt af reyk! Og glytti í smá eld, við miðja vél, bílstjóramegin.
Það dugði að blása á hann, og opna bílinn allan uppá gátt, þar til reykurinn var farinn"
Þegar ég kom heim, reyndi ég að starta honum, alltaf sama sagan, fór í gang, og drap á sér strax! Enginn reykur!
Ef ég reyndi að halda honum gangandi með gjöfinni, rokkaði hann mikið á snúning, knockaði og læti
Grunaði ICV þá um græsku.
Reddaði bílaflutningabíl áðan, og fór með bílinn niðrí vinnu, reif throttle body-ið af, og sá að Icv stúturinn var ekki alveg í greininni, smellti honum inn og raðaði saman, og voila, bíllinn brokkaði í gang, gekk eðlilega, engin lykt, enginn reykur, og engar skemmdir eða vísbendingar um bruna

Hefur einhver hér lent í svipuðu?
Væri alveg til í að komast til botns í þessu
Gott að bíllinn sé kominn í lag, en mega pirrandi að skilja ekki hvað gerðist.
_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,