Þetta voru nú meiri bíladagarnir hjá mér..
Byrjar á að Svenni sem sér alltaf um að SJÆNA bílana mína fer með Alpinuna í græjun fyrir bíladaga.
Svo á miðvikudeginum hringir hann í mig og þá er kúplingin bara búin í bílnum

Hann bara ríkur upp á snúning við minstu gjöf. Bras.. En svona í takt við það súper viðhald sem bíllinn hefur fengið hjá mér fór ég bara beint í að fynna nýja kúpplingu og var hún komin norður á föstudaginn og ætti bíllinn að verða good as new á morgun, mánudag

Kaupandi heppinn.. Ég óheppinn
En ekki nóg með þetta bras og peningaútlát, Heldur afþví að við konan fórum úr bænum með hjólhýsið og þessvegna á Jeppa foreldra hennar lánaði ég bróður hennar 330 bílinn. Grínast svo eitthvað með það að eitthvað hljóti þá að klikka í honum líka

... Og auðvitað afþví ég nefndi það þá hringir hann í mig á laugardeiginum og seigist vera búinn að leggja bílnum á planinu hjá N1 við stóra hringtorgið á ak og bíllinn búinn að pulla Onno á reymarnar framan á mótornum, Og í látunum hafði viftuspaðinn skorið á einhverja slöngu og kælivatn lekið af bílnum. Þannig að á morgun þarf ég að brasa í því að koma bílnum á kerru eitthvað í burtu og reyna að fynna lausn á þessu brasi líka....
Ekki gaman að þessu.
Var eitthvað að skoða þetta áðan og sá að viftan og allt henni fylgjandi er rosalega laust, hvernig er þessi búnaður festur? Eru boltar sem halda þessu sem geta losnað. Sé það alveg að viftan hefur losnað (Reymarhjólið, viftukúpling og bara allt unitið laust) Og þannig hefur viftan sennilega komast í reymarnar og einhverja hosu.