Jæja. Þá er komin smá reynsla á gripinn og hægt að koma með smá update.
Síðan ég fékk bílinn hef ég látið skipta um fóðringar að aftan. Við það lagaðist aðeins hvað hann vildi dansa með afturendann til og frá. Síðan lét ég skipta um kerti og við það kom í ljós að ventlalokspakkningar voru handónýtar og þar af leiðandi var að sjálfsögðu skipt um þær. Þetta lét ég allt í gera í Tækniþjónustu Bifreiða og var afar ánægður með þjónustu og verð.
Pústkerfið í bílnum var orðið mjög slappt og stór göt að myndast við millikút en samt rosalega reffilegt hljóð í honum. En það varð að fara að laga það þar sem mér datt í hug að afgasskynjararnir væru að lesa vitlaust og senda vitlaus boð frammí tölvu um blönduna þar sem gat var komið á kerfið. Ég var nefnilega ekkert að ná eyðslunni niður fyrir 17 lítra þrátt fyrir mikinn sparnaðarakstur. Í leiðinni lét ég taka hvarfakútana undan honum

.
Bílinn er orðinn miklu þýðari og eyðslan komin í svona 16 lítra+ og sándið alveg meiriháttar.
Það er algjör unun að keyra þennan bíl. Ég er rosalega ánægður með hann og meira að segja konan líka

. Það er þó eitt sem virðist ekki ætla að lagast og ég veit ekki hvað ég á að gera í. Það kemur titringur í bílinn á svona 90-110km/klst. Ég lét TB taka bílinn aftur til að yfirfara allt varðandi þetta en þeir fundu ekkert að sem gæti valdið þessu. Þetta getur verið mjög leiðinlegt þar sem þetta er á svona krús hraða allavega úti á vegum. Afturdekkin eru ný og ný "balance-eruð". Lét líka "balance-era" framdekkin en þetta er ekki að duga. Er að hugsa um að gera ekkert þar sem vetrardekkja tíminn er að nálgast og sjá hvort þetta hverfi við að skipta um felgur og dekk.
Öll ráð vel þegin..