bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

1995 M3 111/356 - Update bls 422 04.07.23
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=5&t=20272
Page 295 of 423

Author:  gstuning [ Thu 05. Jan 2012 12:04 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

Þetta er útaf því að þú leanaðir þar sem að hann var réttur fyrir cold start og þess háttar enn þurfti öðruvísi breytingar fyrir hot start og hot idle.

Enn fyrst þetta er afgreitt væri best að færa sig yfir í MAP skynjara setupið og tjúna svo bensín aftur, hann verður á allann hátt betri í akstri, cold start, drivability og allt það.

Mig vantar að vita hvað zeitronixið segir þegar það er tengt aftur fyrir throttles (svipaðann stað og FPR) og þegar þú ert í lausagang. Líklega 40-45kpa eða -15-18inHg cirka.

Eftir það mun ég geta nokkuð ágætlega reiknað út nýtt bensín map frá loggunum og það verður hægt að færa auðveldlega map tenginguna fyrir tölvuna yfir í t.d FPR lögnina. Ég veit að hann þarf cirka 1.6ms bensín í lausagang þannig að með
2.8ms req fuel tíma þá reiknast 40kpa svona

VE tala = (1.6ms - 0.3ms - 0.3ms ) / 2.8 / 100/40 = 0.89 eða gildi fyrir töfluna uppá 89 við 900rpm@X kpa svona cirka, gæti verið off um 3-5.
Svo er hægt að nálga útfrá þekktum boost tölum til að mynda tengingu úr lausagang uppí boost.

Author:  fart [ Thu 05. Jan 2012 12:06 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

gstuning wrote:
Þetta er útaf því að þú leanaðir þar sem að hann var réttur fyrir cold start og þess háttar enn þurfti öðruvísi breytingar fyrir hot start og hot idle.

Enn fyrst þetta er afgreitt væri best að færa sig yfir í MAP skynjara setupið og tjúna svo bensín aftur, hann verður á allann hátt betri í akstri, cold start, drivability og allt það.

Mig vantar að vita hvað zeitronixið segir þegar það er tengt aftur fyrir throttles (svipaðann stað og FPR) og þegar þú ert í lausagang. Líklega 40-45kpa eða -15-18inHg cirka.

Eftir það mun ég geta nokkuð ágætlega reiknað út nýtt bensín map frá loggunum og það verður hægt að færa auðveldlega map tenginguna fyrir tölvuna yfir í t.d FPR lögnina. Ég veit að hann þarf cirka 1.6ms bensín í lausagang þannig að með
2.8ms req fuel tíma þá reiknast 40kpa svona

VE tala = (1.6ms - 0.3ms - 0.3ms ) / 2.8 = 0.35 eða gildi fyrir töfluna uppá 35 við 900rpm@X kpa svona cirka, gæti verið off um 3-5.
Svo er hægt að nálga útfrá þekktum boost tölum til að mynda tengingu úr lausagang uppí boost.



Kíki á þetta um helgina, þarf að setja T-stykki einhverstaðar á þetta go blokka nippilinn sem MAP sensorinn fyrir VEMS er núna.

Zeitronixið er núna á túrbínunni og því fæ ég ekki mínus readings.

Gef bílnum líklega frí í kvöld.. :lol: og ríf hvarfana úr um helgina. Ég ætlaði að vera búinn að græja til 3" lagnir úr Intercoller í inntak líka en næ því líklegast ekki.

Author:  fart [ Thu 05. Jan 2012 13:44 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

Þá er að sjá til með næstu breytingar á bílnum. Ég er lengi búinn að láta mig dreyma um full-cage (FIA approved) og ætla að reyna að skoða slíkt, mögulega HEIGO/OMP eða álíka ískrúfað, en hugsanlega welded.

Annað sem ég ætla að græja eru nýjar pípulagnir frá túrbínum í millikæli, og frá Millikæli að inntakinu.

Það sem flækir málið eru tvær túrbínur og plássið. Mögulega er hægt að fá millikæli sem er með twin-entry en betri leið væri að finna einhverskonar Y-splitter úr áli eða Sílikoni. Hann þyrfti þá að vear 3" single i 2" double.

HPF eru að nota eina hosu sem mig langar að finna á netinu en hef ekki fundið ennþá, er samt búinn að senda HPF póst og spyrjast fyrir um stykkið.

Image

Stóra hosan efst til hægri er það sem ég er að reyna að finna, hef farið í gegnum Ebay og aðra en sé ekkert þessu líkt.

Author:  Einarsss [ Thu 05. Jan 2012 13:59 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

svona?

http://otomoto.com.au/p/4116009/kkr-bla ... -hose.html


Image

Author:  fart [ Thu 05. Jan 2012 14:05 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

Þessi gæti bara vel gengið !!! það væri betra að hafa begjuna og svona bungu..

Fyndin tilboð á síðunni..
KKR black silicone 76mm to twin 57mm fork hose
was EU €47.30
now EU €47.30

Author:  fart [ Fri 06. Jan 2012 07:41 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

HPF sögðu sína hosu köstom fyrir HPF kjéllinn.. og ég gæti fengið eintak fyrir USD250 takk fyrir :lol: :lol:

Reyndar alveg pípan, en ég held að ég láti frekar smíða fyrir mig 3" to 2x2" álrör, eða jafnvel stál,

Author:  Einarsss [ Fri 06. Jan 2012 08:39 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

Ég myndi taka ál rör, stálið heldur hita lengur en ál býst ég við

Author:  fart [ Fri 06. Jan 2012 08:55 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -NÝSKOÐAÐUR!-

Einarsss wrote:
Ég myndi taka ál rör, stálið heldur hita lengur en ál býst ég við


Já, en erfiðara að fá þannig soðið. Ég er búinn að versla eitthvað smá dót fyrir inntaks hliðina (eftir millikæli) og kíki á hina liðina næst.

En ég er ekki að fara að kauka USD 250 hosu.

Þessi sem þú póstaðir einar gæti vel gengið, þarf að athuga með sendingar frá Ástralíu samt.

Author:  fart [ Sat 07. Jan 2012 13:20 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Jæja þá getur maður farið að fræsa 8)

Supersprint DE-CAT komið undir aftur og það er greinilegt að bíllinn REV-ar betur. Þarf að taka mynd af þessu hvarfarusli..

Ég hafði ákveðnar áhyggjur að stillanlega boostið væri ekki að virka, því að ég hef ekkert keyrt nema á minimum boost, en í VEMSTune áðan sá ég að hann virkar fínt, það verður því gaman að prufa MAX power :drool: Því að aflið með hvörfum og á minimum boost var hreinlega alveg hellingur.

Svo er búið að gera klárt fyrir breytingarnar sem Gunni ætlar að gera á MAP sensornum fyrir VEMS.

Gunni, hann er í c.a.-15.6inHg (15.2-16.0) í idle þegar hann er heitur með tjúninu sem hann kom með. Þ.e. 41 í fuel og 16 kveikju þar sem hann idlear.

Tengdi Zeitronixið inn á aðal vacume.

Þannig að þegar þú hefur tíma getur þú prufað að reikna út nýtt fuel map, það tekurm mig síðan mínútu að swappa MAP skynjaranum á VEMS frá því sem hann er núna og inn á þar sem að FPR er.

Author:  gstuning [ Sat 07. Jan 2012 13:28 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Ef þú gætir tekið log og sent mér það þá væri það flott líka.

Ég ætti að finna tíma kannski í kvöld eða á flug flakki á morgun til að búa til nýja skrá úr logginu. Ekki breyta neinu á meðan þú loggar.
Mappið sjálft fylgir logginu og því þarf ég bara logg til að breyta útfrá því sem þú ert með núna.

Author:  fart [ Sat 07. Jan 2012 13:31 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Roger!

Biluð rigning úti, fer í bíltúr á eftir.

Author:  fart [ Sat 07. Jan 2012 16:51 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Tók run áðan í bleytunni og bíllinn er bara illa hættulegur á minimum, þannig að ég prufaði Max boost.. :o og þá varð hann ókeyrandi :D

En það er greinilegur munur að hafa ekki hvarfana.. talandi um þá..

Myndir.

Image

Image
Líklega mælingin ekki alveg dead center þarna.. en samt

Image

Image

Ekki fallegt... og furðulegt alveg að þetta skuli vera svona. Ég væri til í að hitta verkfræðinginn hjá BMW sem hannaði þetta og fá að vita hvaða tilgangi þessi þrenging þjónar.. og svo að sjóða dótið að innan..

Author:  Fatandre [ Sat 07. Jan 2012 17:18 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Ertu semsagt að setja Hvarfa undir bilinn?

Author:  Angelic0- [ Sat 07. Jan 2012 17:22 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GT aka HULK -De-CAT komið undir-

Nei, hann tók hvarfana úr...

Þarna er hann að tala um þrengingarnar í hvörfunum...

Author:  fart [ Tue 10. Jan 2012 09:08 ]
Post subject:  Re: 1995 E36 M3 GTtt

Svo virðist sem það sé enn einhver smá olíuleki með fremri túrbínunni, og ég veit bara ekki hvort það er að koma úr túrbínuhúsinu sjálfu eða draininu, þarf að skoða það betur, en þetta sést illa. Ég er allavega nokkuð sannfærður um að þetta er ekki oil fee, og fjandinn hafi það að þetta sé drainið við túrbínuna því að ég lagaði það.

Ef þetta er túrbínuhúsið þarf ég að reyna að herða á því

Hugsanlega er þetta of mikið oil pressure, og eitt af verkunum á næstunni er að taka pleniumið af, og skoða oil feed source, bera saman stærð á banjo boltunum sem feeda fremri og aftari. Ef sá fremri er með stærra feeding hole þá gæti það verið ástæðan.

Mögulega er að koma aftur upp úr olíupönnunni.. og þess vegna ætla ég að prufa að draina báðar í aftara drainið með Y splitter og blokka hitt á meðan.

Annars komu 3" rörin í hús og passa vel niður framhjá vinstra ljósinu. Ég keypti stainless rör því að það er auðveldara að fá menn til að sjóða þau. Það sem ég stefni á er að vera með heilt rör frá intercooler að plenium, og því bara hosur á þeim endum. Það er nóg pláss og því auðvelt að hafa svona svert rör í heilu lagi.

Spælingin var hinsvegar sú að T-stykkið fyrir blow-off ventilinn er með 25mm stút en ekki 38mm eins og ég þarf fyrir Turbosmart blow off ventilinn.

Það sem ég mun fljótlega gera er að taka saman allt þetta afgangs röra og hosudót sem ég á og selja það í einu lagi, þannig að ef það er einhver hérna á kraftinum sem vantar slatta af svona dóti á fair price gæti þetta verið sniðugt.

Page 295 of 423 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/