Var búinn að vera með þennan of lengi hérna í Noregi svo að það var kominn tími til að fá sér norskan bíl... svo að ég fékk mér seinárs 2009 Benz Vito 111 CDI ekinn 41.500 km! Virkilega hentugur bíll, get hent hjólinu afturí ásamt verkfærum og hengt bílaflutningakerru aftaní með bíl og tekið rúnt niður á einhverja braut. Svo er hann líka svo hentugur fyrir vinnuna í húsinu og hægt að snatta á þessu í og úr vinnu


Svo að ég ákvað að kíkja hring uppá Trollstigen áður en ég setti bílinn í geymslu. ÆÐISLEGUR vegur að keyra! Shit hvað það var gaman!!!
Trollstigen

Í startholunum

Kominn á toppinn

Svo þar sem maður var búinn að keyra hringinn þá ákvað ég að nýta þennan Benz eitthvað og fara með bílana í geymslu. Og 540 fór á muddera við að komast niður af lóðinni


Smúlaði af bílaflotanum mínum niðrí vinnu og smellti af mynd (síminn ekki að standa sig í rökkrinu)

Verið að afhlaða 540

Svo fékk brósi líka að skella Suprunni með í geymslu þar til mótorinn verður tekinn uppúr til að tjúna allhressilega


Og svo er það bara að reyna að finna sér verkstæði til að fara að vinna eitthvað í þessum bílum..

(Biðst afsökunar á lélegum myndum, síminn var ekki að standa sig í myrkrinu / rökkrinu)
_________________
Rafnar S. ZZ-658 1999 BMW M5 [BIVIVV] (Gamli Romeo)
Gamlir
RU-479 1997 BMW 523iA (Gamli BIVIVV) - Rifinn og skel hent í Noregi
1999 - BMW 540i/6 (driftbíll, seldur í Noregi)
1991 - BMW 850ci - Ónýtur eftir árekstur í Noregi
