Fieldy wrote:
þegar menn eru próflausir er áfengi til staðar við margar aðstæður, stundum allar

Það er satt.
En svona fyrst ég er að tala um prófleysi þá ætla ég að segja frá því hvernig ég missti mitt.
Okei, ég var búinn að fá 3 punkt áður en ég fékk bílprófið fyrir að vera á krossara og ýmislegt heimskulegt.
Svo fæ ég 1 punkt í viðbót kringum 27. Ágúst 2007 okei ekkert mál með það, ég fæ svo bréf sent heim um að ég sé kominn með 4 punkta af 7 og þurfi að fara passa mig.
Svo 10. Janúar 2008 koma 2 lögregluþjónar heim til mín með bréf sem stendur á "AKSTURSBANN" undirritað af sýslumanni.
Akstursbann gildir fyrir ökumenn sem eru með bráðabirgða skírteini og hafa fengið 4 punkta eða fleiri frá gildistöku laganna.
En hinsvegar eiga lög EKKI AÐ GILDA AFTUR Í TÍMANN.
Þannig að ég fékk akstursbann fyrir að hafa öðlast 4 punkta, en til þess að þessir punktar teljist með þá hefði ég þurft að fá þá alla 4
EFTIR 27. Apríl 2007 þegar ný lög um akstursbann taka gildi, en svo var ekki, ég fékk 3 punktana í Janúar 2007.
Ég tók ekki bílpróf fyrr enn 10. Júli 2007.
Þannig að eins og málin standa nú þá er ég búinn að vera próflaus í næstum 3 mánuði fyrir eitthvað sem á ekki að vera löglegt, þeas að svipta mig prófinu á þessum forsendum.
Ég er búinn að kæra málið í hæstarétt og er að bíða eftir úrskúrði núna.
Ég veit að ykkur er kannski nákvæmleg sama en mig langaði bara að segja frá þessu.
