Jæja jæja jæja þá er maður LOKSINS búinn að taka í "nýja dýrið"
Fyrst þegar ég byrjaði að keyra var ég bara WTF is that it... en þá var ég held ég bara að stúta kúplingunni
Svo eftir smá rúnt með Aroni þá var ég aðeins farinn að læra á þetta og þetta alveg mökk vinnur!!
En mér fannst ég alveg finna að mappið var ekki alveg tilbúið... fannst powerið koma mjög misjafnt inn.. stundum kom bara þvílíkt kick á milli 3-4k og bíllinn spýttist af stað.
Svo var eitt frekar fyndið.... okkur Aroni gekk eitthvað illa að ná að spóla af stað... bíllinn vildi bara ekki spóla!! Ég prufaði og Aron prufaði....
Svo fór Aron útúr bílnum og ég náði alveg þokkalegu spóli!!
Við erum svo miklir hlunkar... bíllinn er greinilega bara vanur Gunna
Við fórum svo inná eitthvað plan þarna í kefl og tókum smá hring... EKKERT mál að losa bílinn!! Bara easy peasy... ég tók samt lítið á honum.. vildi ekki skemma neitt!
Ég hlakka alveg rosalega til að fá bílinn þegar hann verður orðinn alveg tilbúinn! Hann lúkkar svakalega vel að utan bíllinn.. þarf að lækka hann meira samt... hann er eins og jeppi núna
En það er alveg klárt mál að ef þetta á að vera eins og ég vil hafa þetta þá á ég eftir að skipta nánast allri innréttingunni út...
Soldið subbuleg eins og margar E30 innréttingar.
En ég er BARA sáttur og þetta er mjög flott hjá Gunna!!
