Alpina wrote:
Góðir hlutir gerast hægt....................
slæmir hlutir gerast hratt

Eitt loka-rant
Það er hægt að gera hlutina vel og hratt, en líka hægt og illa. Auðvitað er líka hægt að gera þá hratt og illa og hægt og vel. Svona máltæki eru ekki alltaf vel rökstudd og eiga alls ekki við um allt.
Að setja saman vél er mjög auðvelt að klúðra, en það fer miklu frekar eftir kunnáttunni heldur en tímanum sem er tekinn í að skrúfa hvern bolta

Og þegar sú kunnátta er til staðar eru engin rök fyrir því að láta hlutina taka eitthvað lengri tíma heldur en þarf til að púsla saman viðeigandi hlutum.
Ef þú ferð út í búð og kaupir kassa af tæknilegó, rífur upp kassann og byrjar að setja saman án þess að vita hvar hver hlutur á að vera fer allt í kleinu.
Ef þú lest leiðbeiningarnar og gerir hlutina skref fyrir skref eins og þær segja til um fer yfirleitt vel án þess að þú þurfir að láta það taka einhvern svakalegan tíma.
En að láta kassann standa óopnaðan í einhvern tíma mun ekki skila betra verki.
Þegar maður er búinn að fatta hvernig hluturinn á að fara saman mun hann ekkert fara betur saman á að gera lítið í einu yfir mjög langan tíma. Þá er alveg eins gott að klára verkið strax, það er því algjör misskilningur myndi ég halda fram að svona lagað taki tíma, enda eins og áður hefur komið fram er þetta frekar basic 6cyl línumótor með fullmótuðu túrbókerfi og því EKKERT sem þarf að test fitta, hanna, smíða eða hugsa upp á nýtt (nema tjúnið) og við erum ekki komin þangað ennþá.
Ástæða þess að uppgerðir á hinu og þessu taka tíma er yfirleitt ekki skortur á vinnuframlagi heldur frekar skortur á fjármagni, þekkingu eða availability á hlutum sem þarf að custom smíða.
Reyndar geta hlutirnir tekið tíma líka þegar skortur er á kunnáttu, en nóg til af tíma og ekki skortur á fjármagni, t.a.m. þegar ég skipti sjálfur um heddpakningu, enda aldrei gert slíkt áður og þurfti því að lesa mikið og endurgera margt sem ég hafði gert vitlaust eða ekki nógu vel. En ef ég hefði vitað hvað ég væri að gera hefði ég ekki getað skilað betra verki með því að taka lengri tíma í verkið.
Varahlutir eru ekki nautakjöt, þeir þurfa ekki að hanga til að verða betri. Að eitthvað sé skrúfað saman eftir viku frekar en í dag mun ekki hafa nein jákvæð áhrif á það hvernig hluturinns krúfast saman. Undantekningin er kanski þegar heddpakning er hert niður, en það þarf að gera í skrefum, annað ekki.
Það sem er ekkiverið að setja út á er sú vinna sem hefur verið gerð, þegar unnið hefur verið.
Það sem er verið að setja út á er skortur á vinnuframlagi vs tími sem er liðinn, miðað við það verkefni sem um ræðir.En þetta horfir (að mér sýnist) til betri vegar og vonandi get ég fljótlega hætt að "röfla" yfir þessu enda sýnist mér margir vera orðnir meira pirraðir á mér heldur en ég er orðinn pirraður á því að þessu sé ekki lokið

sem er frekar magnað (að mér finnst).
Að lokum: Það má vel vera að ég muni líta til baka eftir einhver ár og hugsa að ég hefði alveg getað verið þolinmóðari, þar sem að 9 mánuðir verði lítill tími í stóra samhenginu, það má líka vera að ég geti einhvern vegin bætt Gunna hans skaða af þessu enda mun ég ekki erfa þetta við hann, svona hlutir geta gerst.
Það sem er svo ofboðslega erfitt að útskýra fyrir mörgum er fyrst og fremst hversu mikið af manni sjálfum maður hefur fjárfest í þessum fjandans bíl, að ógleymdum háum fjárhæðum (skipptir kanski minna máli). Við það bætist síðan að vera nýbúinn að græja til mótorinn sjálfur. Svo er bíllinn í öðru landi í pörtum og manni finnst ekkert ganga. Þetta litast auðvitað af því að ég ætlaði að sækja bílinn í lok febrúar og njóta sumarsins á honum hér, fara á drift events, autoX, SPA track day og slíkt á meðan ég bý hérna úti, en vonandi kemur annað sumar eftir það sem er að líða. Ég eyddi allavega engum peningum í slíkt í sumar þó svo að viðbótar varahlutirnir jafnist á við gang af góðum semislikkum. Það sem að vonandi vegur upp allt þetta er að bíllinn verður kominn með nýja vélartölvu og því ekkert sem ég sé að ég þurfi að gera eða betrumbæta í langan tíma. Allavega vonast ég til þess að það verði meira bílatengt á þessum þræði fljótlega, og ég vona að menn muni hafa gaman af.